Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2025 11:33 Hrafn Splidt Þorvaldsson hefur verið virkur í flokknum undanfarin fjögur ár. Hrafn Splidt Þorvaldsson var kjörinn nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna á 50. Sambandsþingi þess síðastliðna helgi. Hann tekur við af Gunnari Ásgrímssyni sem gaf ekki kost á sér aftur eftir tveggja ára formennsku. Hrafn er 25 ára viðskiptafræðingur frá Mosfellsbæ sem starfar hjá Strætó bs. Hann hefur verið virkur í flokknum síðan 2021 og sér í lagi í starfi SUF þar sem hann hefur verið í framkvæmdastjórn frá árinu 2023, fyrst sem viðburðastjóri og nú síðast sem varaformaður. Einnig hefur hann setið í málefnanefnd flokksins og stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík. Þá var einnig kjörin ný stjórn Sambandsins, hana skipa: Arnþór Birkir Sigþórsson, Árdís Lilja Gísladóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Birgitta Birgisdóttir, Dísa Svövudóttir, Elín Karlsdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Kjartan Helgi Ólafsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Stefán Atli, Rúnarsson, Steinþór Ólafur Guðrúnarson og Ýmir Örn Hafsteinsson. Ungir og spenntir Framsóknarmenn á þinginu. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, kíkti í heimsókn. „Á þinginu var unnið metnaðarfullt málefnastarf og 47 ályktanir samþykktar. Meðal annars var ályktað gegn þátttöku Íslands í Eurovision á meðan lönd, þar sem ríkisstjórnir beita sóknarsinnuðum hernaði, á borð við Ísrael og Aserbaísjan, eru ekki útilokuð frá þátttöku. Þá hvatti ungt Framsóknarfólk til þess að flokksþing Framsóknar fari fram með góðum fyrirvara á næsta ári, fyrir sveitastjórnarkosningar, eigi síðar en í febrúar 2026,“ segir í tilkynningu frá Sambandi ungra Framsóknarmanna. Þar að auki voru samþykktar ályktanir um margvísleg samfélagsmál, meðal annars: •Að frídagar sem lenda á helgi skuli færast á næsta virka dag, eins og tíðkast víða erlendis, t.d. í Bretlandi, svokallaðir bankafrí- eða brúardagar. •Að skoða leiðir til að auka tekjur sveitarfélaga af fjármagnstekjuskatti, þar sem útsvar miðast nú eingöngu við launatekjur. •Að endurskoða skerðingarreglur Tryggingastofnunar vegna fjármagnstekna maka og barna. Núverandi fyrirkomulag getur valdið því að einstaklingar missa bótarétt eða þurfa að greiða til baka háar fjárhæðir vegna tekna maka eða barna. •Að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, meðal annars með flutningi stofnana eða stofnun útibúa. •Að breyta skattkerfi landsins svo þau sem búa í hinum dreifðari byggðum borgi lægri skatta vegna fjarlægðar frá þjónustu líkt og gert er í Noregi. •Að sjókvíaeldi sé mikilvæg atvinnugrein á landsbyggðinni, en að huga þurfi að langtímaáhrifum á umhverfi og aðra atvinnuvegi. Hvetja beri til nýsköpunar í átt að lokuðum kvíum og geldum laxi. Nýkjörinn formaður segir ályktunarpakkann umfangsmikinn og að hann muni reynast gott veganesti fyrir komandi málefnastarf á vettvangi flokksins fyrir komandi flokksþing. Framsóknarflokkurinn Strætó Mosfellsbær Vistaskipti Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Hrafn er 25 ára viðskiptafræðingur frá Mosfellsbæ sem starfar hjá Strætó bs. Hann hefur verið virkur í flokknum síðan 2021 og sér í lagi í starfi SUF þar sem hann hefur verið í framkvæmdastjórn frá árinu 2023, fyrst sem viðburðastjóri og nú síðast sem varaformaður. Einnig hefur hann setið í málefnanefnd flokksins og stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík. Þá var einnig kjörin ný stjórn Sambandsins, hana skipa: Arnþór Birkir Sigþórsson, Árdís Lilja Gísladóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Birgitta Birgisdóttir, Dísa Svövudóttir, Elín Karlsdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Kjartan Helgi Ólafsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Stefán Atli, Rúnarsson, Steinþór Ólafur Guðrúnarson og Ýmir Örn Hafsteinsson. Ungir og spenntir Framsóknarmenn á þinginu. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, kíkti í heimsókn. „Á þinginu var unnið metnaðarfullt málefnastarf og 47 ályktanir samþykktar. Meðal annars var ályktað gegn þátttöku Íslands í Eurovision á meðan lönd, þar sem ríkisstjórnir beita sóknarsinnuðum hernaði, á borð við Ísrael og Aserbaísjan, eru ekki útilokuð frá þátttöku. Þá hvatti ungt Framsóknarfólk til þess að flokksþing Framsóknar fari fram með góðum fyrirvara á næsta ári, fyrir sveitastjórnarkosningar, eigi síðar en í febrúar 2026,“ segir í tilkynningu frá Sambandi ungra Framsóknarmanna. Þar að auki voru samþykktar ályktanir um margvísleg samfélagsmál, meðal annars: •Að frídagar sem lenda á helgi skuli færast á næsta virka dag, eins og tíðkast víða erlendis, t.d. í Bretlandi, svokallaðir bankafrí- eða brúardagar. •Að skoða leiðir til að auka tekjur sveitarfélaga af fjármagnstekjuskatti, þar sem útsvar miðast nú eingöngu við launatekjur. •Að endurskoða skerðingarreglur Tryggingastofnunar vegna fjármagnstekna maka og barna. Núverandi fyrirkomulag getur valdið því að einstaklingar missa bótarétt eða þurfa að greiða til baka háar fjárhæðir vegna tekna maka eða barna. •Að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni, meðal annars með flutningi stofnana eða stofnun útibúa. •Að breyta skattkerfi landsins svo þau sem búa í hinum dreifðari byggðum borgi lægri skatta vegna fjarlægðar frá þjónustu líkt og gert er í Noregi. •Að sjókvíaeldi sé mikilvæg atvinnugrein á landsbyggðinni, en að huga þurfi að langtímaáhrifum á umhverfi og aðra atvinnuvegi. Hvetja beri til nýsköpunar í átt að lokuðum kvíum og geldum laxi. Nýkjörinn formaður segir ályktunarpakkann umfangsmikinn og að hann muni reynast gott veganesti fyrir komandi málefnastarf á vettvangi flokksins fyrir komandi flokksþing.
Framsóknarflokkurinn Strætó Mosfellsbær Vistaskipti Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira