Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar 3. október 2025 09:01 Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða. Við vitum flest hvað skiptir máli fyrir heilsu okkar – hreyfing, svefn, næring, útivera. En hversu oft gleymum við því að við eyðum stærstum hluta lífsins innandyra? Það er þar sem við þurfum að tryggja heilnæmt umhverfi. Ef við gerum það ekki, þá borgum við verðið: starfsfólk með skerta heilsu, minni einbeitingu og minni orku. Það kostar bæði einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið. Þættir eins og hljóð, ljós og loft eru ekki smáatriði – þau móta beinlínis hvernig okkur líður og hvernig við vinnum. Rétt lýsing getur stutt við afköst, dægursveifluna og bætt svefngæði. Útsýni dregur úr streitu. Góð hljóðvist eykur einbeitingu og vellíðan. Loftgæði og hitastig ræður miklu um vellíðan okkar og frammistöðu. Þetta er ekki lúxus; þetta er grunnforsenda heilbrigðs vinnulífs. Hins vegar eru of margir vinnustaðir á Íslandi hannaðir til að uppfylla lágmarkskröfur – eða jafnvel hannaðir til að sniðganga lágmarkskröfur. Enn er algengt að starfsfólk vinni dögum saman eða tímum saman í rýmum án glugga, án dagsljóss og án tengingar við umhverfið. Og samt er ætlast til að það skili hámarksárangri. Í nágrannalöndunum þætti þetta óásættanlegt. Af hverju sættum við okkur við það? Vandinn er að verktakar byggja til að selja eða leigja út, ekki með heilsu framtíðarstarfsmanna í huga. Það er því ánægjulegt þegar fyrirtæki stíga fram og byggja fyrir sig með vellíðan starfsmanna að leiðarljósi. Slík verkefni sýna að það er hægt – og ættu að vera fyrirmynd fyrir fleiri. Draumurinn er að við hættum að líta á góða innivist sem valfrjálst aukaatriði. Hún er forsenda þess að við getum dafnað í vinnunni. Hún er fjárfesting í starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Meira dagsljós, betri loftgæði, þægilegt hitastig, góð hljóðvist og útsýni sem dregur úr streitu – það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmarkskrafa. Höfundur er verkfræðingur PhD hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða. Við vitum flest hvað skiptir máli fyrir heilsu okkar – hreyfing, svefn, næring, útivera. En hversu oft gleymum við því að við eyðum stærstum hluta lífsins innandyra? Það er þar sem við þurfum að tryggja heilnæmt umhverfi. Ef við gerum það ekki, þá borgum við verðið: starfsfólk með skerta heilsu, minni einbeitingu og minni orku. Það kostar bæði einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið. Þættir eins og hljóð, ljós og loft eru ekki smáatriði – þau móta beinlínis hvernig okkur líður og hvernig við vinnum. Rétt lýsing getur stutt við afköst, dægursveifluna og bætt svefngæði. Útsýni dregur úr streitu. Góð hljóðvist eykur einbeitingu og vellíðan. Loftgæði og hitastig ræður miklu um vellíðan okkar og frammistöðu. Þetta er ekki lúxus; þetta er grunnforsenda heilbrigðs vinnulífs. Hins vegar eru of margir vinnustaðir á Íslandi hannaðir til að uppfylla lágmarkskröfur – eða jafnvel hannaðir til að sniðganga lágmarkskröfur. Enn er algengt að starfsfólk vinni dögum saman eða tímum saman í rýmum án glugga, án dagsljóss og án tengingar við umhverfið. Og samt er ætlast til að það skili hámarksárangri. Í nágrannalöndunum þætti þetta óásættanlegt. Af hverju sættum við okkur við það? Vandinn er að verktakar byggja til að selja eða leigja út, ekki með heilsu framtíðarstarfsmanna í huga. Það er því ánægjulegt þegar fyrirtæki stíga fram og byggja fyrir sig með vellíðan starfsmanna að leiðarljósi. Slík verkefni sýna að það er hægt – og ættu að vera fyrirmynd fyrir fleiri. Draumurinn er að við hættum að líta á góða innivist sem valfrjálst aukaatriði. Hún er forsenda þess að við getum dafnað í vinnunni. Hún er fjárfesting í starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Meira dagsljós, betri loftgæði, þægilegt hitastig, góð hljóðvist og útsýni sem dregur úr streitu – það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmarkskrafa. Höfundur er verkfræðingur PhD hjá Lotu ehf.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar