Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 15:10 Ósk Gunnarsdóttir og Þórdís Ólöf Jónsdóttir eru spenntar fyrir helginni. Vísir/Ívar Fannar Þórdís Ólöf Jónsdóttir kveðst í mikið betra ástandi, andlega og líkamlega, fyrir bakgarðshlaupið í Heiðmörk um helgina en í maí þegar hún hljóp þó 40 hringi. Ósk Gunnarsdóttir ætlar að sjá til þess að vinkona sín klári hvern einasta orkudropa. Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira