Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 06:31 Guðjón Ingi Sigurðsson setti brautarmet í Heiðmörk þegar hann hljóp til sigurs í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa. SPORTMYNDIR/GUMMI STÓRI Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í nótt í fimmta bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Heiðmörk, eftir keppni við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur um sigurinn. Hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Bakgarðshlaupin ganga út á að hlaupa 6,7 km hring á undir klukkutíma. Ræst er út á heila tímanum og sá vinnur sem stendur einn eftir. Í ár voru um 230 keppendur skráðir til leiks í Heiðmörk en einn af öðrum duttu þeir úr keppni þar til klukkan 19 í gærkvöld að aðeins þau Guðjón og Þórdís voru eftir. Þau hlupu áfram inn í nóttina og lögðu saman af stað í hring númer 43 klukkan þrjú í nótt en Þórdís sneri svo við á meðan að Guðjón kláraði hringinn og fagnaði sigri. Hann hljóp því samtals 288,1 kílómetra um helgina. Þau Guðjón og Þórdís höfðu þegar slegið brautarmetið um miðnætti, með því að klára 39 hringi, en það var Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum í Heiðmörkinni í fyrra eftir að hafa hlaupið 38 hringi. Garpur I. Elísabetarson og Tinna Miljevic stóðu vaktina fyrir áhorfendur og lesendur Vísis allt hlaupið og hér að neðan má lesa textalýsingu með myndböndum frá keppninni.
Bakgarðshlaupin ganga út á að hlaupa 6,7 km hring á undir klukkutíma. Ræst er út á heila tímanum og sá vinnur sem stendur einn eftir. Í ár voru um 230 keppendur skráðir til leiks í Heiðmörk en einn af öðrum duttu þeir úr keppni þar til klukkan 19 í gærkvöld að aðeins þau Guðjón og Þórdís voru eftir. Þau hlupu áfram inn í nóttina og lögðu saman af stað í hring númer 43 klukkan þrjú í nótt en Þórdís sneri svo við á meðan að Guðjón kláraði hringinn og fagnaði sigri. Hann hljóp því samtals 288,1 kílómetra um helgina. Þau Guðjón og Þórdís höfðu þegar slegið brautarmetið um miðnætti, með því að klára 39 hringi, en það var Marlena Radziszewska sem bar sigur úr býtum í Heiðmörkinni í fyrra eftir að hafa hlaupið 38 hringi. Garpur I. Elísabetarson og Tinna Miljevic stóðu vaktina fyrir áhorfendur og lesendur Vísis allt hlaupið og hér að neðan má lesa textalýsingu með myndböndum frá keppninni.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira