Lífið

Silkimjúk súpa fyrir sálina

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Silkimjúk og bragðgóð súpa fyrir sálina.
Silkimjúk og bragðgóð súpa fyrir sálina. Getty

Það er fátt betra en bragðgóð og nærandi súpa. Hér er á ferðinni silkimjúk kókós- og engifersúpa sem auðvelt er að aðlaga að eigin smekk. Fyrir þá sem vilja gera hana enn matmeiri má bæta við kjúklingi, rækjum, tófu, núðlum eða því sem hugurinn girnist.

Súpa fyrir sálina með kókós og engifersúpa

Hráefni:

  • 1 msk ólífuolía eða kókosolía
  • 1 laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk ferskt engifer, fínsaxað (eða 1 tsk duft)
  • 3 gulrætur, skornar í sneiðar
  • 2 sætar kartöflur, í bita
  • 1 kúrbítur, í bita
  • 1 líter grænmetissoð
  • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
  • Salt og nýmalaður pipar
  • Safi úr hálfri límónu

Til skrauts:

  • Ferskt kóríander eða steinselja
  • Chili-flögur eftir smekk
  • Ristuð graskersfræ eða sólblómafræ
  • Límóna til kreista yfir

Aðferð:

  1. Hitaðu olíuna í potti og steiktu laukinn rólega þar til hann verður mjúkur.
  2. Bættu hvítlauk og engifer út í.
  3. Settu gulrætur, sætar kartöflur og kúrbít út í pottinn og hrærðu vel saman.
  4. Helltu grænmetissoði yfir og láttu malla í um 20 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.
  5. Maukaðu súpuna með töfrasprota (eða í blandara) þar til hún verður silkimjúk.
  6. Hrærið kókosmjólkinni út í og smakkið til með salti, pipar og smá sítrónusafa.

Stráið ferskum kóríander, chiliflögum og ristuðum fræjum yfir og njótið!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.