Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 15:03 Smáhrifavaldar eru með fylgjendur um og yfir 1000 til 5000 á Instagram. Á undanförnum árum hafa svokallaðir smáhrifavaldar vakið sífellt meiri athygli í markaðsstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Smáhrifavaldar hafa mun færri fylgjendur en stórir áhrifavaldar, en njóta oft meiri trúverðugleika og persónulegra tengsla við fylgjendur sína. Samkvæmt Forbes telja mörg fyrirtæki að samstarf við smáhrifavalda skili betri árangri en dýrara samstarf við stór nöfn. Rannsókn Stackla sýnir að smááhrifavaldar veita ekki aðeins meiri trúverðugleika heldur einnig betri innsýn í þarfir neytenda. Þátttaka fylgjenda (e. engagement) er að jafnaði mun hærri hjá smááhrifavöldum þar sem fylgjendahópar þeirra eru einsleitari, áhugasamari og með sterkari tengsl við áhrifavaldinn sjálfan. Trúverðugleiki óháð fylgjendafjölda Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency og áhrifavaldur, telur að um 300 smáhrifavaldar starfi á Íslandi í dag. Fjöldi fylgjenda þeirra er yfirleitt 1000 til 5000 á Íslandi, en stærri áhrifavaldar eru um fimmtíu talsins. Spurður hvort smáhrifavaldar njóti meiri trúverðugleika en stærri áhrifavaldar segir hann að það sé misjafnt. Hann segist skilja hvaðan áhyggjur fólks koma en það komi ávallt niður að gildum hvers og eins, óháð fylgjendatölu. „Það er að mínu mati undir áhrifavaldinum sjálfum komið hvernig hann viðheldur trúverðugleikanum. Persónulega reyni ég að miða við sjálfan mig og byggja upp langtímasamstarf, ekki stutt verkefni í einn eða þrjá mánuði. Flest af mínum samstörfum hafa staðið yfir í nokkur ár. Það skapar bæði fjárhagslegan stöðugleika fyrir mig og styrkir trúverðugleika minn gagnvart fylgjendum mínum.“ Guðmundur segir fólk þurfi að stíga varlega til jarðar bæði vegna eigin vörumerkis, fyrirtækjanna og vegna ábyrgðarinnar sem fylgir því að hafa áhrif á aðra: „Oft eru smáhrifavaldar að gefa vinnu sína fyrir nokkrar vörur, sérstaklega á TikTok þar sem sumir eru að vinna með þrjá til fimm samstarfsaðila í einu, en eiga kannski margra klukkustunda vinnu að baki og fá lítið í vasann. Það er ekki gott fyrir neinn til lengri tíma,“ segir Gummi. Hér að neðan má sjá nokkra íslenska smáhrifavalda: Elísabet Metta Svansdóttir eigandi Maikai. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Björn Boði Björnsson, flugþjónn og World Class-erfingi. View this post on Instagram A post shared by Björn Boði (@bjornbodi) Anna Guðný Ingvarsdóttir flugfreyja View this post on Instagram A post shared by Anna Guðný Ingvarsdóttir (@annagudnyingvars) Adam Helgason matargagnrýnandi View this post on Instagram A post shared by Adam Karl (@adamhelgason) Brynja Bjarnadóttir dansari View this post on Instagram A post shared by Brynja anderiman (@brynjabjarnaa) Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari View this post on Instagram A post shared by FRIÐÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR (@fridtora) Ábendingar um nýja smáhrifavalda má senda á svavam@syn.is Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
Samkvæmt Forbes telja mörg fyrirtæki að samstarf við smáhrifavalda skili betri árangri en dýrara samstarf við stór nöfn. Rannsókn Stackla sýnir að smááhrifavaldar veita ekki aðeins meiri trúverðugleika heldur einnig betri innsýn í þarfir neytenda. Þátttaka fylgjenda (e. engagement) er að jafnaði mun hærri hjá smááhrifavöldum þar sem fylgjendahópar þeirra eru einsleitari, áhugasamari og með sterkari tengsl við áhrifavaldinn sjálfan. Trúverðugleiki óháð fylgjendafjölda Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency og áhrifavaldur, telur að um 300 smáhrifavaldar starfi á Íslandi í dag. Fjöldi fylgjenda þeirra er yfirleitt 1000 til 5000 á Íslandi, en stærri áhrifavaldar eru um fimmtíu talsins. Spurður hvort smáhrifavaldar njóti meiri trúverðugleika en stærri áhrifavaldar segir hann að það sé misjafnt. Hann segist skilja hvaðan áhyggjur fólks koma en það komi ávallt niður að gildum hvers og eins, óháð fylgjendatölu. „Það er að mínu mati undir áhrifavaldinum sjálfum komið hvernig hann viðheldur trúverðugleikanum. Persónulega reyni ég að miða við sjálfan mig og byggja upp langtímasamstarf, ekki stutt verkefni í einn eða þrjá mánuði. Flest af mínum samstörfum hafa staðið yfir í nokkur ár. Það skapar bæði fjárhagslegan stöðugleika fyrir mig og styrkir trúverðugleika minn gagnvart fylgjendum mínum.“ Guðmundur segir fólk þurfi að stíga varlega til jarðar bæði vegna eigin vörumerkis, fyrirtækjanna og vegna ábyrgðarinnar sem fylgir því að hafa áhrif á aðra: „Oft eru smáhrifavaldar að gefa vinnu sína fyrir nokkrar vörur, sérstaklega á TikTok þar sem sumir eru að vinna með þrjá til fimm samstarfsaðila í einu, en eiga kannski margra klukkustunda vinnu að baki og fá lítið í vasann. Það er ekki gott fyrir neinn til lengri tíma,“ segir Gummi. Hér að neðan má sjá nokkra íslenska smáhrifavalda: Elísabet Metta Svansdóttir eigandi Maikai. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Björn Boði Björnsson, flugþjónn og World Class-erfingi. View this post on Instagram A post shared by Björn Boði (@bjornbodi) Anna Guðný Ingvarsdóttir flugfreyja View this post on Instagram A post shared by Anna Guðný Ingvarsdóttir (@annagudnyingvars) Adam Helgason matargagnrýnandi View this post on Instagram A post shared by Adam Karl (@adamhelgason) Brynja Bjarnadóttir dansari View this post on Instagram A post shared by Brynja anderiman (@brynjabjarnaa) Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari View this post on Instagram A post shared by FRIÐÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR (@fridtora) Ábendingar um nýja smáhrifavalda má senda á svavam@syn.is
Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira