Lífið

Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Erna og Þorsteinn giftu sig við fallega athöfn um helgina.
Erna og Þorsteinn giftu sig við fallega athöfn um helgina.

Söngkonan Erna Þórarinsdóttir og arkitektinn Þorsteinn Geirharðsson gengu í hjónaband 16. ágúst síðastliðinn. Brúðkaupsveislan var lífleg og gleðileg þar fallegar ræður og tónlistaratriði settu skemmtilegan svip á kvöldið.

Erna er ein þekktasta bakrödd Íslands. Hún söng meðal annars með hljómsveitinni Brunaliðinu á árunum 1979–1980 og var ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur kölluð ein af „ríkisröddunum“ fyrir störf sín í sjónvarpi og í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún hefur einnig sungið með hljómsveitum á borð við Módel, Snörunum og Hver og verið áberandi í bakraddasöng á fjölda platna, meðal annars með Páli Óskari, Nýdönskum, Sálinni hans Jóns míns, Bjartmari Guðlaugssyni og Björgvini Halldórssyni.

Þrátt fyrir farsælan tónlistarferil ákvað Erna að snúa sér að öðrum brautum. Hún lauk meistaranámi í sálgæslu 61 árs að aldri og starfar í dag sem ráðgjafi á Landspítalanum.

Það var bæði fjölmennt og góðmennt í brúðkaupinu, þar sem listafólk úr ýmsum áttum skemmti gestum langt fram á kvöld. Þar á meðal stigu leikkonurnar Aníta Briem og Halldóra Geirharðsdóttir á svið og héldu fallega ræðu fyrir brúðhjónin, en Erna er móðir Anítu og Þorsteinn er bróðir Halldóru.

Daginn eftir bauð brúðguminn í aðra veislu til að fagna sjötugsafmæli sínu en hann átti afmæli þann 18. ágúst, tveimur dögum eftir brúðkaupið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.