Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 07:02 Ástin sem eftir er fangar frábærlega hversdagslegar stundir fjölskyldu á fyndinn, skemmtilegan og hjartnæman máta. Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. Þannig má lýsa nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástinni sem eftir er, sem var frumsýnd hérlendis 14. ágúst síðastliðinn. Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Þorgils og Grímur Hlynssynir og Anders Mossling fara með helstu hlutverk í myndinni. Myndin fjallar um listamanninn Önnu (Saga Garðars) og sjómanninn Magga (Sverrir Guðna) sem eru nýlega skilin en eru enn stödd í millibilsástandi milli sambands og skilnaðar. Lífið heldur áfram sinn vanagang, börnin leika sér, Anna vinnur myndlistina og Maggi fer á sjóinn. Ekki nóg með að Hlynur skrifi handritið og leikstýri heldur sér hann líka um kvikmyndatöku. Hlynur notar jafnframt mikið úr eigin lífi. Börnin þrjú í myndinni eru leikin af börnum Hlyns, hundurinn Panda er hans eigin hundur, myndin gerist í heimabyggð hans, Hornafirði og aðalpersónan gerir sams konar ryð-listaverk og Hlynur sjálfur. Ástin er fjórða mynd Hlyns í fullri lengd en fyrri myndir hans eru Vetrarbræður (2017), Hvítur, hvítur dagur (2019) og Volaða land (2022). Myndin var heimsfrumsýnd á Cannes í maí í Premiere-flokki kvikmyndahátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda. Bútasaumsteppi úr hversdegi Skilnaðarmyndir fjalla oft um erfiðustu augnablik skilnaðar: rifrildin, spennuþrungið heimilisástand og melódramatík (sjá Marriage Story, Elskling og Scener ur ett äktenskap). Hlynur fer aðra leið og sýnir frá því hversdagslega og lágstemmda við eftirköst skilnaðar. Undir niðri mara þó enn óuppgerðar tilfinningar. Ástin er ekki hefðbundin hvað uppbyggingu varðar. Frekar en að hver sena leiði af annarri með skýrri framvindu fá áhorfendur brot úr lífi fjölskyldunnar: Anna býr til myndlist eða sinnir heimilinu, Maggi fer á sjóinn, Ída fer á hestbak og strákarnir smíða sér brúðu í mannsstærð. Kvöldverðurinn er heilög stofnun kjarnafjölskyldunnar. Sömuleiðis er engin kveikja sem hrindir atburðarásinni af stað, skilnaðurinn hefur átt sér stað áður en myndin hefst og áhorfendum er varpað inn í þetta ástand í miðjum klíðum. Hinn almenni áhorfandi þarf því að stilla sig inn á annan takt en hann er vanur úr venjulegum þriggja þátta myndum. Þetta er ekki Marvel-sull eða hasarveisla og án efa ekki mynd fyrir alla. En þetta er heldur ekki hin gamalgróna þunglynda íslenska bíómynd sem gerist úti á landi, með vondu hljóði og leiðinlegu handrit. Jafnframt held ég að allir geti tekið eitthvað með sér frá myndinni og hún muni sitja áfram í mörgum. Áhorfandi sem veit ekkert um myndina verður hins vegar ekki endilega var um að hún fjalli um skilnað framan af myndinni. Hann fær þó litlar vísbendingar eins og óvenjulegt viðmót Önnu í garð Magga þegar hann mætir óboðinn í fjölskyldukvöldverð í upphafi myndar. Þegar á líður kemur í ljós að parið hefur ólíka afstöðu til sambandsins og framtíðarinnar. Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason fara með aðalhlutverk í myndinni. Saga Garðars er frábær sem frústreraði listamaðurinn Anna hvort sem það er í léttum senum með börnunum eða þyngri samtölum með Magga og meira að segja í senum þar sem hún segir ekkert. Við áhorfið mætti halda að hún hefði ekkert annað gert en að leika dramahlutverk síðustu ár. Sverrir er sannfærandi sem hinn vængbrotni Maggi sem upplifir sig einangraðan frá fjölskyldu sinni og veit ekki alveg hvernig hann eigi að takast á við nýjan raunveruleika. Hann er í senn viðkunnanlegur og svo aumkunarverður. Tíminn læknar og tíminn eyðir Tíminn er hugleikinn Hlyni eins og sést í nýlegum verkum hans, ljósmyndabókinni Harmljóði um hest, sem sýnir áttatíu myndir af hestshræi rotna, og stuttmyndinni Hreiðri þar sem börn hans byggja tréhús yfir árlangt tímabil. Myndin er tekin á filmu í Akademíu-hlutfalli sem er 1.375:1 og þrengra en í flestum kvikmyndum sem eru vanalega 1.85:1.Still Vivid Ástin hefst einmitt á skoti af húsi sem verið er að rífa, allt innvolsið er farið og núna er verið að taka þakið af. Myndlíkingin er skýr og Hlynur sýnir okkur hvar málum er statt. Skömmu síðar sést þungavinnutæki mylja niður steinsteypu hússins til að undirstrika hvað ferlið er sársaukafullt. Tíminn er lykilhluti af listaverkum Önnu sem byggjast á því að láta ryð prentast yfir á efnivið yfir margra mánaða tímabil. Tíminn vinnur með henni. Á meðan fer Maggi í langa túra út á sjó og missir þannig af stórum tímabilum í lífi barna sinna: Ída er að fara í menntaskólaaldur meðan bræðurnir eru komnir á kynþroskaskeið og farnir að velta fyrir sér kynlífi. Krakkarnir ræða sín á milli um framtíðina, kærustur og foreldra sína.Still Vivid Bræðurnir Þorgils og Grímur eiga mörg af skemmtilegustu atriðum myndarinnar þar sem þeir spjalla hispurslaust saman, fíflast eða leika sér. Langt er síðan maður hefur séð jafn náttúrulegan leik hjá barnaleikurum og þar hjálpar að þeir tala saman eins og eðlileg börn gera en þurfa ekki að styðjast við stirðan texta. Ída er ekki eins fyrirferðarmikil og aðrir í fjölskyldunni en hún á allra sterkustu senu myndarinnar þar sem hún rífst við föður sinn um hanann Bibba sem hefur verið aðeins of aggressívur við hænurnar í hænsnakofanum. Best er að segja ekki meira en það. Samtal Ídu og Magnúsar er fullkomið dæmi um töfrana sem myndast þegar gott handrit, leikstjórn og leikur kemur saman. Hlynur leggur menn markvisst að jöfnu við dýr í myndinni, nýtir þau til að velta fyrir sér kynhlutverkum og spá í hinu dýrslega í manninum. Stór persóna í myndinni er einmitt hundurinn Panda sem er sjötti fjölskyldumeðlimurinn. Síðasta hálftímann skiptir myndin um gír og fer á meira flug en áður. Bræðurnir hafa loksins náð að smíða sér brúðuna, skotmark fyrir bogfimi og samhliða því taka súrrealískar töfraraunsæissenur, sem eru einhvers staðar á mörkum drauma og raunveruleika, yfir framvinduna. Hani, hestar, hundur... Svíi Fyrir utan að vera falleg áhorfs og fanga frábærlega hversdagsleika fimm manna fjölskyldu á Hornafirði þá er Ástin meinfyndin og uppfull af bæði sjónrænu gríni og fyndnum texta. Senuþjófur myndarinnar er Anders Mosslin sem leikur sænska gallerýistann Martin sem heimsækir Önnu til að skoða verk hennar. Hann staldrar ekki lengi við en á þrjár frábærar senur þar sem hann kaffærir listamanninum í mónólógum. Í bæði skiptin sem ég sá myndina orguðu áhorfendur af hlátri yfir honum. Anders Mossling er gjörsamlega frábær sem gallerýistinn Martin.Still Vivid Sterkustu hlutar myndarinnar eru nefnilega senur sem innihalda samtöl milli persóna, hvort sem það eru kollegar Magga á sjónum að forvitnast út í samband hans við Önnu, bræðurnir að ræða saman um hugðarefni sín eða Ída að ganga á föður sinn varðandi hanann Bibba. Allt eru þetta frábærlega skrifaðar og vel leiknar senur sem sitja eftir í huga manns. Milli þess sem áhorfendur fá að njóta samtalssena þá fá þeir gjarnan samklipp af náttúrufyrirbrigðum, hafinu, togara Skinneyjar-Þinganess eða öðrum hlutum sem varða fjölskylduna. Myndbygging Hlyns er frábær, myndin er uppfull af gullfallegum römmum og litirnir poppa á 35 millímetra filmunni. Við fáum reglulega skot af störfum Magga á togaranum gegnum myndina.Still Vivid Stundum kyrrsetur Hlynur myndavélina og leyfir áhorfendum að fylgjast með tímanum líða með því að klippa milli ólíkra tímabila. Þær senur ríma vel við fjölskylduþráðinn. Langar runur af fallegum skotum undir frábærum píanóleik Harry Hunt auka á bútasaumstilfinninguna og styðja við þetta form sem samansafn brota úr lífi þar. Um leið finnst manni of oft sem þessi listrænu skot styrki ekki kjarnann, sögu fjölskyldunnar, heldur taki pláss og súrefni frá honum. Brúðan sem bræðurnir smíða gegnir ákveðnu lykilhlutverki.Still Vivid Niðurstaða: Ástin sem eftir er er fyndin, hjartnæm og óhefðbundin mynd um það hvernig fjölskylda jafnar sig á skilnaði og venst nýjum raunveruleika. Hún er líka krefjandi bútasaumsteppi sem manni finnst á köflum einblína á ranga hluti og draga frá kjarna myndarinnar. Leikhópurinn er einn sá allra sterkasti sem ég man eftir í langan tíma í íslenskri kvikmynd. Saga Garðars virðist fædd fyrir hvíta tjaldið með sinn gríðarlega presens, Sverrir Guðna er sannfærandi sem aumkunarverður og frústreraður faðir en það eru krakkarnir þrír, Ída, Grímur og Þorgils, sem heilla mann hvað mest. Ástin er ekki fyrir alla, þrettán ára fótboltastrákur úr Garðabænum er vís til að fara út í hléi, en hún inniheldur akkúrat það sem íslenskar myndir skortir alltof oft: vandaða kvikmyndagerð, eðlileg vel skrifuð samtöl, ferskar pælingar og góðan húmor. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir. 17. júlí 2025 15:27 Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. 22. maí 2025 14:08 Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Þannig má lýsa nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástinni sem eftir er, sem var frumsýnd hérlendis 14. ágúst síðastliðinn. Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Þorgils og Grímur Hlynssynir og Anders Mossling fara með helstu hlutverk í myndinni. Myndin fjallar um listamanninn Önnu (Saga Garðars) og sjómanninn Magga (Sverrir Guðna) sem eru nýlega skilin en eru enn stödd í millibilsástandi milli sambands og skilnaðar. Lífið heldur áfram sinn vanagang, börnin leika sér, Anna vinnur myndlistina og Maggi fer á sjóinn. Ekki nóg með að Hlynur skrifi handritið og leikstýri heldur sér hann líka um kvikmyndatöku. Hlynur notar jafnframt mikið úr eigin lífi. Börnin þrjú í myndinni eru leikin af börnum Hlyns, hundurinn Panda er hans eigin hundur, myndin gerist í heimabyggð hans, Hornafirði og aðalpersónan gerir sams konar ryð-listaverk og Hlynur sjálfur. Ástin er fjórða mynd Hlyns í fullri lengd en fyrri myndir hans eru Vetrarbræður (2017), Hvítur, hvítur dagur (2019) og Volaða land (2022). Myndin var heimsfrumsýnd á Cannes í maí í Premiere-flokki kvikmyndahátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda. Bútasaumsteppi úr hversdegi Skilnaðarmyndir fjalla oft um erfiðustu augnablik skilnaðar: rifrildin, spennuþrungið heimilisástand og melódramatík (sjá Marriage Story, Elskling og Scener ur ett äktenskap). Hlynur fer aðra leið og sýnir frá því hversdagslega og lágstemmda við eftirköst skilnaðar. Undir niðri mara þó enn óuppgerðar tilfinningar. Ástin er ekki hefðbundin hvað uppbyggingu varðar. Frekar en að hver sena leiði af annarri með skýrri framvindu fá áhorfendur brot úr lífi fjölskyldunnar: Anna býr til myndlist eða sinnir heimilinu, Maggi fer á sjóinn, Ída fer á hestbak og strákarnir smíða sér brúðu í mannsstærð. Kvöldverðurinn er heilög stofnun kjarnafjölskyldunnar. Sömuleiðis er engin kveikja sem hrindir atburðarásinni af stað, skilnaðurinn hefur átt sér stað áður en myndin hefst og áhorfendum er varpað inn í þetta ástand í miðjum klíðum. Hinn almenni áhorfandi þarf því að stilla sig inn á annan takt en hann er vanur úr venjulegum þriggja þátta myndum. Þetta er ekki Marvel-sull eða hasarveisla og án efa ekki mynd fyrir alla. En þetta er heldur ekki hin gamalgróna þunglynda íslenska bíómynd sem gerist úti á landi, með vondu hljóði og leiðinlegu handrit. Jafnframt held ég að allir geti tekið eitthvað með sér frá myndinni og hún muni sitja áfram í mörgum. Áhorfandi sem veit ekkert um myndina verður hins vegar ekki endilega var um að hún fjalli um skilnað framan af myndinni. Hann fær þó litlar vísbendingar eins og óvenjulegt viðmót Önnu í garð Magga þegar hann mætir óboðinn í fjölskyldukvöldverð í upphafi myndar. Þegar á líður kemur í ljós að parið hefur ólíka afstöðu til sambandsins og framtíðarinnar. Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason fara með aðalhlutverk í myndinni. Saga Garðars er frábær sem frústreraði listamaðurinn Anna hvort sem það er í léttum senum með börnunum eða þyngri samtölum með Magga og meira að segja í senum þar sem hún segir ekkert. Við áhorfið mætti halda að hún hefði ekkert annað gert en að leika dramahlutverk síðustu ár. Sverrir er sannfærandi sem hinn vængbrotni Maggi sem upplifir sig einangraðan frá fjölskyldu sinni og veit ekki alveg hvernig hann eigi að takast á við nýjan raunveruleika. Hann er í senn viðkunnanlegur og svo aumkunarverður. Tíminn læknar og tíminn eyðir Tíminn er hugleikinn Hlyni eins og sést í nýlegum verkum hans, ljósmyndabókinni Harmljóði um hest, sem sýnir áttatíu myndir af hestshræi rotna, og stuttmyndinni Hreiðri þar sem börn hans byggja tréhús yfir árlangt tímabil. Myndin er tekin á filmu í Akademíu-hlutfalli sem er 1.375:1 og þrengra en í flestum kvikmyndum sem eru vanalega 1.85:1.Still Vivid Ástin hefst einmitt á skoti af húsi sem verið er að rífa, allt innvolsið er farið og núna er verið að taka þakið af. Myndlíkingin er skýr og Hlynur sýnir okkur hvar málum er statt. Skömmu síðar sést þungavinnutæki mylja niður steinsteypu hússins til að undirstrika hvað ferlið er sársaukafullt. Tíminn er lykilhluti af listaverkum Önnu sem byggjast á því að láta ryð prentast yfir á efnivið yfir margra mánaða tímabil. Tíminn vinnur með henni. Á meðan fer Maggi í langa túra út á sjó og missir þannig af stórum tímabilum í lífi barna sinna: Ída er að fara í menntaskólaaldur meðan bræðurnir eru komnir á kynþroskaskeið og farnir að velta fyrir sér kynlífi. Krakkarnir ræða sín á milli um framtíðina, kærustur og foreldra sína.Still Vivid Bræðurnir Þorgils og Grímur eiga mörg af skemmtilegustu atriðum myndarinnar þar sem þeir spjalla hispurslaust saman, fíflast eða leika sér. Langt er síðan maður hefur séð jafn náttúrulegan leik hjá barnaleikurum og þar hjálpar að þeir tala saman eins og eðlileg börn gera en þurfa ekki að styðjast við stirðan texta. Ída er ekki eins fyrirferðarmikil og aðrir í fjölskyldunni en hún á allra sterkustu senu myndarinnar þar sem hún rífst við föður sinn um hanann Bibba sem hefur verið aðeins of aggressívur við hænurnar í hænsnakofanum. Best er að segja ekki meira en það. Samtal Ídu og Magnúsar er fullkomið dæmi um töfrana sem myndast þegar gott handrit, leikstjórn og leikur kemur saman. Hlynur leggur menn markvisst að jöfnu við dýr í myndinni, nýtir þau til að velta fyrir sér kynhlutverkum og spá í hinu dýrslega í manninum. Stór persóna í myndinni er einmitt hundurinn Panda sem er sjötti fjölskyldumeðlimurinn. Síðasta hálftímann skiptir myndin um gír og fer á meira flug en áður. Bræðurnir hafa loksins náð að smíða sér brúðuna, skotmark fyrir bogfimi og samhliða því taka súrrealískar töfraraunsæissenur, sem eru einhvers staðar á mörkum drauma og raunveruleika, yfir framvinduna. Hani, hestar, hundur... Svíi Fyrir utan að vera falleg áhorfs og fanga frábærlega hversdagsleika fimm manna fjölskyldu á Hornafirði þá er Ástin meinfyndin og uppfull af bæði sjónrænu gríni og fyndnum texta. Senuþjófur myndarinnar er Anders Mosslin sem leikur sænska gallerýistann Martin sem heimsækir Önnu til að skoða verk hennar. Hann staldrar ekki lengi við en á þrjár frábærar senur þar sem hann kaffærir listamanninum í mónólógum. Í bæði skiptin sem ég sá myndina orguðu áhorfendur af hlátri yfir honum. Anders Mossling er gjörsamlega frábær sem gallerýistinn Martin.Still Vivid Sterkustu hlutar myndarinnar eru nefnilega senur sem innihalda samtöl milli persóna, hvort sem það eru kollegar Magga á sjónum að forvitnast út í samband hans við Önnu, bræðurnir að ræða saman um hugðarefni sín eða Ída að ganga á föður sinn varðandi hanann Bibba. Allt eru þetta frábærlega skrifaðar og vel leiknar senur sem sitja eftir í huga manns. Milli þess sem áhorfendur fá að njóta samtalssena þá fá þeir gjarnan samklipp af náttúrufyrirbrigðum, hafinu, togara Skinneyjar-Þinganess eða öðrum hlutum sem varða fjölskylduna. Myndbygging Hlyns er frábær, myndin er uppfull af gullfallegum römmum og litirnir poppa á 35 millímetra filmunni. Við fáum reglulega skot af störfum Magga á togaranum gegnum myndina.Still Vivid Stundum kyrrsetur Hlynur myndavélina og leyfir áhorfendum að fylgjast með tímanum líða með því að klippa milli ólíkra tímabila. Þær senur ríma vel við fjölskylduþráðinn. Langar runur af fallegum skotum undir frábærum píanóleik Harry Hunt auka á bútasaumstilfinninguna og styðja við þetta form sem samansafn brota úr lífi þar. Um leið finnst manni of oft sem þessi listrænu skot styrki ekki kjarnann, sögu fjölskyldunnar, heldur taki pláss og súrefni frá honum. Brúðan sem bræðurnir smíða gegnir ákveðnu lykilhlutverki.Still Vivid Niðurstaða: Ástin sem eftir er er fyndin, hjartnæm og óhefðbundin mynd um það hvernig fjölskylda jafnar sig á skilnaði og venst nýjum raunveruleika. Hún er líka krefjandi bútasaumsteppi sem manni finnst á köflum einblína á ranga hluti og draga frá kjarna myndarinnar. Leikhópurinn er einn sá allra sterkasti sem ég man eftir í langan tíma í íslenskri kvikmynd. Saga Garðars virðist fædd fyrir hvíta tjaldið með sinn gríðarlega presens, Sverrir Guðna er sannfærandi sem aumkunarverður og frústreraður faðir en það eru krakkarnir þrír, Ída, Grímur og Þorgils, sem heilla mann hvað mest. Ástin er ekki fyrir alla, þrettán ára fótboltastrákur úr Garðabænum er vís til að fara út í hléi, en hún inniheldur akkúrat það sem íslenskar myndir skortir alltof oft: vandaða kvikmyndagerð, eðlileg vel skrifuð samtöl, ferskar pælingar og góðan húmor.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir. 17. júlí 2025 15:27 Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. 22. maí 2025 14:08 Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30 Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01 Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir. 17. júlí 2025 15:27
Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Saga Garðarsdóttir fylgdi eftir heimsfrumsýningu Ástarinnar sem eftir er í Cannes um helgina. Hún drakk stjörnuorkuna í sig á rauða dreglinum og sló Bill Murray henni gullhamra. Myndin sé falleg, fyndin og furðuleg og leiki sér að mörkum raunsæis og súrrealisma. 22. maí 2025 14:08
Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30
Ómerkilegir þættir um merkilega konu Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. 24. janúar 2025 07:01