Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 20:01 Um fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Ísrael í dag fyrir að mótmæla stríðsrekstrinum á Gasa. AP Photo/Ohad Zwigenberg Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09
Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53