Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Varamaðurinn Federico Chiesa kom Liverpool til bjargar.
Varamaðurinn Federico Chiesa kom Liverpool til bjargar. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins.

Hugo Ekitike kom Liverpool yfir með sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni eftir rúmlega hálftíma leik.

Cody Gakpo tvöfaldaði svo forystuna snemma í seinni hálfleik, eftir stoðsendingu Ekitike sem fer virkilega vel af stað fyrir félagið.

Bournemouth náði að jafna með tveimur mörkum úr skyndisóknum, sem voru bæði skoruð af Antoine Semenyo með stuttu millibili.

Liverpool tók smá tíma til að jafna sig og virtist ekki endilega líklegt til að vinna leikinn en eftir að breytingar voru gerðar á liðinu náðu meistararnir að setja tvö mörk á lokamínútunum.

Varamaðurinn Federico Chiesa var fyrstur á ferðinni, með sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni.

Mohamed Salah bætti svo marki við í uppbótartímanum og hélt áfram ótrúlegri velgengni sinni í fyrstu umferðinni.


Tengdar fréttir

Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs

Opnunarleikur Liverpool og Bournemouth var stöðvaður stuttlega, eftir um hálftíma leik, þegar Antoine Semenyo benti dómaranum á að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda.

Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik

Mohamed Salah verður ekki sakaður um að vera lengi í gang eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Enginn leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur skorað fleiri mörk í 1. umferð en Egyptinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira