Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 17:06 Davíð Smári Lamude var ánægður með liðið sitt í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik. „Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum. Vestri Besta deild karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
„Ótrúlega skemmtilegur leikur og ennþá skemmtilegra þegar það dettur okkar megin. Ég er ótrúlega ánægður með frammistöðu liðsins, við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Mér leið einhvern veginn þannig fyrir leik að það lið sem hefði meira orkustig myndi líklega taka öll stigin hér í dag“, sagði Davíð skömmu eftir leik. „Ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það að við höfum haft meiri orku en Fram en allavega þá skilum við okkur gríðarlega vel í boxið og alveg undir lok leiks. Mikið um færi hér í dag á báða enda, Guy heldur inni í þessu á þeim tíma þegar við erum ekki í takti og hrikalega góður sprettur hjá Fatah undir lokin sem býr til þetta mark sem snýst auðvitað um orkustig og bara vilja. Ótrúlega stoltur af strákunum í dag.“ Aðspurður um mörk Fram og þegar þeir komast yfir tvisvar sinnum í leiknum: „Fram er gríðarlega sterkt varnarlið og auðvitað fer um mann þegar þeir skora því maður veit að það er erfitt að koma marki á þá en einhvern veginn var trúin þannig að þetta gæti orðið okkar dagur og það endaði þannig. Auðvitað fann maður það á köflum í leiknum að það var ofboðslega mikið undir og það vantaði kannski pínu upp á ró og yfirvegun á boltann en heilt yfir datt þetta okkar megin og það gerir þetta auðvitað alveg ofboðslega sætt.“ Það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri Fram undan er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins og það er ansi bjart yfir öllu núna hjá Vestra. „Já, það er ansi bjart yfir öllu og mikil ánægja hjá öllum sem standa að þessu að geta gefið Vestfirðinum svona móment sem eru auðvitað ógleymanleg og auðvitað fer um mann af gleði að við getum fengið að upplifa þetta öll saman. Ég vona bara að það verði ákveðin general prufa gegn Stjörnunni í næsta leik í deildinni því hvert einasta stig í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli.“ „Það er ekkert komið í þessu, fyrir leikinn í dag vorum við í sjötta sæti en samt með annan fótinn í fallbaráttu. Þetta er ofboðslega þétt. En enn og aftur, við þurfum bara að fjölmenna á Stjörnuvöllinn og fá alla okkar stuðningsmenn þangað til að undirbúa okkur fyrir það sem koma skal á Laugardalsvelli 22. ágúst og við erum auðvitað bara gríðarlega stoltir að geta boðið Vestfirðingum og stuðningsmönnum Vestra upp á þetta ævintýri sem við erum að upplifa og það er ekki gefið að það sé stutt í næsta svona ævintýri. Við þurfum að nýta það og njóta þess á meðan er“, sagði Davíð Smári að lokum.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn