„Sagt að mér gæti blætt út“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 10:30 Bandaríska tenniskonan Venus Williams sést hér á sjúkrabeði og með systur sinni Serenu sem kom til að styðja við bakið á henni. @venuswilliams Það stefnir í eina af bestu endurkomusögu ársins í íþróttaheiminum en um leið fengum við að sorgarsögu af læknamistökum sem þýddu að tennisgoðsögn glímdi við mikla verki og erfiðleika alltof lengi. Bandaríska tenniskonan Venus Williams, eldri systir Serenu, sagði frá heilsuvandamálum sínum síðustu ár en hún komst loksins í aðgerð sem breytti lífi hennar mikið. Venus er nú 45 ára gömul segir á samfélagsmiðlum frá læknamistökum sem gerðu henni lífið leitt á síðustu árum. Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn á dögunum eftir að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. Árin á undan leit það ekki út fyrir að hún gæti spilað íþrótt sína aftur. Nú hefur hún sett stefnuna á Opna bandaríska meistaramótið sem fer fram í New York seinna í þessum mánuði. „Fyrir ári síðan þá fór ég í aðgerð til að fjarlægja vefjafrumur í leginu og legslímukirtil í vöðvahjúp legsins,“ skrifaði Venus Williams og sýndi mynd af sér á sjúkrahúsinu. „Þvílíkur munur á einu ári. Ég var að klára mitt fyrsta mót í sextán mánuði og er nú tilbúin að taka þátt i Opna bandaríska meistaramótinu. Ég fæ því sem betur fer að upplifa góðan endi,“ skrifaði Williams. „Þau sögðu að ég gæti ekki farið í aðgerð. Mér var sagt að mér gæti blætt út á skurðarborðinu. Þau sögðu mér líka að fá aðra konu til að ganga með börnin mín því ég gæti gleymt þeirri hugmynd,“ skrifaði Williams. „Ég fékk bara vitlausa greiningu. Ég fékk því ekki rétta greiningu í mörg ár en það er bara svo mikilvægt að þú berjast alltaf áfram fyrir heilsu þinni,“ skrifaði Williams. „Ég glímdi við mikla kviðverki, það blæddi mikið og ég fékk tíðir óeðlilega oft. Þetta hafði áhrif á tennisinn minn og hvernig tennisferill minn þróaðist,“ skrifaði Williams „Ég vildi segja mína sögu svo að aðrar konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta heldur geti náð betri heilsu fyrr,“ skrifaði Williams eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Venus Williams (@venuswilliams) Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Venus Williams, eldri systir Serenu, sagði frá heilsuvandamálum sínum síðustu ár en hún komst loksins í aðgerð sem breytti lífi hennar mikið. Venus er nú 45 ára gömul segir á samfélagsmiðlum frá læknamistökum sem gerðu henni lífið leitt á síðustu árum. Hún sneri aftur inn á tennisvöllinn á dögunum eftir að hafa þurft að leggjast á skurðarborðið. Árin á undan leit það ekki út fyrir að hún gæti spilað íþrótt sína aftur. Nú hefur hún sett stefnuna á Opna bandaríska meistaramótið sem fer fram í New York seinna í þessum mánuði. „Fyrir ári síðan þá fór ég í aðgerð til að fjarlægja vefjafrumur í leginu og legslímukirtil í vöðvahjúp legsins,“ skrifaði Venus Williams og sýndi mynd af sér á sjúkrahúsinu. „Þvílíkur munur á einu ári. Ég var að klára mitt fyrsta mót í sextán mánuði og er nú tilbúin að taka þátt i Opna bandaríska meistaramótinu. Ég fæ því sem betur fer að upplifa góðan endi,“ skrifaði Williams. „Þau sögðu að ég gæti ekki farið í aðgerð. Mér var sagt að mér gæti blætt út á skurðarborðinu. Þau sögðu mér líka að fá aðra konu til að ganga með börnin mín því ég gæti gleymt þeirri hugmynd,“ skrifaði Williams. „Ég fékk bara vitlausa greiningu. Ég fékk því ekki rétta greiningu í mörg ár en það er bara svo mikilvægt að þú berjast alltaf áfram fyrir heilsu þinni,“ skrifaði Williams. „Ég glímdi við mikla kviðverki, það blæddi mikið og ég fékk tíðir óeðlilega oft. Þetta hafði áhrif á tennisinn minn og hvernig tennisferill minn þróaðist,“ skrifaði Williams „Ég vildi segja mína sögu svo að aðrar konur þurfi ekki að ganga í gegnum þetta heldur geti náð betri heilsu fyrr,“ skrifaði Williams eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Venus Williams (@venuswilliams)
Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira