„Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2025 14:06 Átakið „Ökum slóðann” er framlag Ferðaklúbbsins 4×4 til að sporna við akstri utan slóða en það hefur verið eitt af baráttumálum klúbbsins í gegnum tíðina. Prentuð hafa verið út plaköt á íslensku, ensku, frönsku, pólsku og kínversku, sem er verið að dreifa, sem víðast. Aðsend Utanvegaakstur er vandamál víða á hálendinu en til að bregðast við því hefur Ferðaklúbburinn 4x4 hleypt af stað átakinu “Ökum slóðann”, sem er verkefni til að koma í veg fyrir akstur utan vega. Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4 Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira
Utanvegaakstur er mál, sem kemur reglulega upp í fréttum en síðustu áratugi hefur meðvitund fólks gagnvart skemmdum á landi gjörbreyst og almennt er vilji fólks mikill til að vernda náttúruna. Þó koma upp slæm tilvik á hverju ári, sem flest má rekja til gáleysi eða þekkingarleysi. Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4 x 4 hefur nú hleypt af stað sérstöku átaki gegn utanvegaakstri en það kallast “Ökum slóðann”. Snædís Arnardóttir er formaður umhverfisnefndar klúbbsins. „Þetta snýst aðallega um það að fá fólk til að huga að því hvernig maður á að ganga um slóðana okkar. Til dæmis að maður eigi ekki að beygja fram hjá erfiðum torleiðum á vegum, heldur eigi maður að láta á það reyna ef það er hægt á meðan það velur ekki neinum skemmdum,” segir Snædís og bætir við. „Já og búa til í rauninni meiri meðvitund á meðal fólks að þetta sé ólöglegt og að það þurfi að gæta að því að skemma ekki hálendið okkar og vegina.” En er mikið um utanvegaakstur á hálendi Íslands eða hvað? „Já á ákveðnum stöðum er þetta vandamál, sem er alveg hægt að reyna að fyrirbyggja með því að fólk sé meðvitað og koma í veg fyrir utanvegaakstur af gáleysi,” segir Snædís. Snædís Arnardóttir, sem er formaður umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4 x 4.Aðsend En hvar er þetta helst vandamál? „Ég myndi segja í kringum þessa algengustu ferðamannastaði, þar sem er mikið af kannski minni bílum á ferðinni, sem eru að forðast erfið svæði.” Er þetta vankunnátta ökumanna eða er þetta einhver töffaraskapur? „Ég myndi segja að þetta væri bæði, þetta er tvíþætt. Annars vegar eru náttúrulega alltaf einhverjir, sem ætla sér að gera þetta af því að þeir geta það og vita að þetta sé ólöglegt eða ekki. Svo er það hitt, að þekkja ekki hvernig maður á að eiga við til dæmis torfærur á veginum eða einhver lítil snjóskafl, sem þú getur kannski reynt að fara yfir hvort er eða það að fólks sé ekki á nógu vel búnum bílum til að ferðast um þann veg,” segir Snædís. „Ökum slóðann“ verkefni hefur farið mjög vel af stað segir Snædís og allir mjög jákvæðir fyrir því.Aðsend Heimasíða Ferðaklúbbsins 4 x 4
Ferðalög Utanvegaakstur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira