Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2025 10:58 LeBron James er ekki sáttur við að fólk út í bæ sé að búa til ósæmileg gervigreindarmyndbönd af honum og er óhræddur við að fara í hart. Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. Fréttamiðillinn 404 Media greinir frá málinu sem er merkilegt fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skipti sem jafnstór stjarna og James hótar gervigreindarfyrirtæki málsókn vegna óleyfilegs efnis sem byggir á líkindum hans. Sjá einnig: Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Jason Stacks, stofnandi gervigreindarvettvangsins Flickup sem rekur Interlink, birti myndband á Instagram-síðu í júnílok þar sem hann sýndi bréfið frá lögfræðiteymi James. Seint í júnímánuði greindu forsvarsmenn Interlink notendum frá því að búið væri að fjarlægja „líkön af raunverulegum persónum“ af gervigreindarsíðunni. „Þessi breyting kemur í kjölfar þess að við lentum í lagalegum vandræðum sem tengdust mikilsmetnum körfuboltamanni og til að forðast frekari meinbugur höfum við tekið frumkvæði og fjarlægt algjörlega öll raunveruleg líkindi fólks af síðunni,“ skrifuðu eigendur Interlink á Discord-síðu fyrirtækisins. Stacks greindi síðan frá því í samtali við 404 Media í vikunni að ákvörðunin hefði verið tekin hálftíma eftir að fyrirtækinu barst bréfið frá lögfræðistofunni Grubman Shire Meiselas & Sacks. Hafmeyja, heimilislaus og óléttur Notendur Interlink bjuggu til fjölmörg myndbönd af James og öðrum stjörnum á síðustu mánuðum sem höfðu rakað inn milljónum áhorfa. Þar á meðal voru gervigreindarmyndbönd af heimilislausum James, honum ólettum og honum sem hafmeyju og eitt myndband af honum fylgjast með Diddy misnota körfuboltamanninn Steph Curry. Fyrir utan myndbönd af James mátti sjá fjölda annarra þekktra einstaklinga á síðunni, svosem Elon Musk, Drake, og Kanye West. Þar að auki hefur Instagram eytt þremur aðgöngum sem áttu þátt í að deila gervigreindarmyndböndum af James án hans samþykkis. Meta hefur ekki tjáð sig um það hvort fyrirtækinu barst sambærilegt bréf frá lögfræðiteymi James. Gervigreind Samfélagsmiðlar Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni. 14. apríl 2025 07:15 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Fréttamiðillinn 404 Media greinir frá málinu sem er merkilegt fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skipti sem jafnstór stjarna og James hótar gervigreindarfyrirtæki málsókn vegna óleyfilegs efnis sem byggir á líkindum hans. Sjá einnig: Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Jason Stacks, stofnandi gervigreindarvettvangsins Flickup sem rekur Interlink, birti myndband á Instagram-síðu í júnílok þar sem hann sýndi bréfið frá lögfræðiteymi James. Seint í júnímánuði greindu forsvarsmenn Interlink notendum frá því að búið væri að fjarlægja „líkön af raunverulegum persónum“ af gervigreindarsíðunni. „Þessi breyting kemur í kjölfar þess að við lentum í lagalegum vandræðum sem tengdust mikilsmetnum körfuboltamanni og til að forðast frekari meinbugur höfum við tekið frumkvæði og fjarlægt algjörlega öll raunveruleg líkindi fólks af síðunni,“ skrifuðu eigendur Interlink á Discord-síðu fyrirtækisins. Stacks greindi síðan frá því í samtali við 404 Media í vikunni að ákvörðunin hefði verið tekin hálftíma eftir að fyrirtækinu barst bréfið frá lögfræðistofunni Grubman Shire Meiselas & Sacks. Hafmeyja, heimilislaus og óléttur Notendur Interlink bjuggu til fjölmörg myndbönd af James og öðrum stjörnum á síðustu mánuðum sem höfðu rakað inn milljónum áhorfa. Þar á meðal voru gervigreindarmyndbönd af heimilislausum James, honum ólettum og honum sem hafmeyju og eitt myndband af honum fylgjast með Diddy misnota körfuboltamanninn Steph Curry. Fyrir utan myndbönd af James mátti sjá fjölda annarra þekktra einstaklinga á síðunni, svosem Elon Musk, Drake, og Kanye West. Þar að auki hefur Instagram eytt þremur aðgöngum sem áttu þátt í að deila gervigreindarmyndböndum af James án hans samþykkis. Meta hefur ekki tjáð sig um það hvort fyrirtækinu barst sambærilegt bréf frá lögfræðiteymi James.
Gervigreind Samfélagsmiðlar Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni. 14. apríl 2025 07:15 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni. 14. apríl 2025 07:15