Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson, Elvar Örn Friðriksson og Snæbjörn Guðmundsson skrifa 12. júlí 2025 09:01 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Árni Finnsson Snæbjörn Guðmundsson Elvar Örn Friðriksson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun