Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru "kerfisleg hindrun" fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. „Í tilefni af umræðu síðustu misseri og m.a. í nýlegum þætti Flugvarpsins um flugnám og stöðu þess í menntakerfinu er rétt að eftirfarandi komi fram; Um nokkurra ára skeið hefur samtvinnað nám til atvinnuflugmanns (ATPL réttindi) verið metið til 120 ECTS eininga hjá Menntasjóði námsmanna. Sjóðurinn lánar fyrir bóklegu og verklegu flugnámi sem skilgreint er fjórar annir, tvær í bóklegu og tvær í verklegu námi. Upphæðin sem Menntasjóður lánar er hins vegar í engu samræmi við kostnaðinn. Reglur Menntasjóðsins gera ráð fyrir því að hámarks skólagjaldalán sé 4,8 milljónir og þá miðað við 6 annir í 3 ára námi á háskólastigi. Af þessum sökum fær nemandi í flugnámi í hæsta lagi 2/3 af þessari hámarksupphæð þar sem námið er skilgreint á 4 annir en ekki 6. Það þýðir að nemandi í flugnámi fær að hámarki 3,2 milljónir króna upp í skólagjöld. Þessu til viðbótar er hægt að sækja um framfærslulán til Menntasjóðs á meðan á námi stendur og ef nemandi býr í foreldrahúsum má reikna með um 100.000kr á mánuði í þessar 4 annir samtals um 2 milljónir króna. Heildarlánið sem er í boði er þannig um það bil 5,2 milljónir króna hjá Menntasjóði námsmanna samkvæmt þessu dæmi.“ - JBG Þetta dugar skammt... Matthías Arngrímsson Af þessu má glöggt sjá að flugnemum er alvarlega mismunað eftir námsleiðum annars vegar og gagnvart nemendum í annars konar námi hins vegar. Ekki beint „jafnrétti til náms.“ Þetta er einstaklega ósanngjarnt og mikilvægt að leiðrétta þessa mismunun hratt og myndarlega. Það er ámælisvert að flugnemi með gott fjárhagslegt bakland skuli geta lokið sínu flugnámi hratt og vel, meðan sá sem ekkert hefur baklandið getur aðeins látið sig dreyma um námið, þar sem Menntasjóður lánar ekki fyrir verklega hlutanum eins og þarf. Flestir nemendur þurfa annað hvort að treysta á stuðning ættingja sem hafa skuldsett sig frekar til að hjálpa, eða taka "neyslulán" á háum vöxtum hjá bönkunum. Einnig má minnast á að nám til skipstjórnarréttinda er að fullu námslánahæft. Innviðaráðuneytið eða Mennta- og barnamálaráðuneytið „Þess má geta að 1. júlí s.l. auglýsti Mennta- og barnamálaráðuneytið eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta náms til atvinnuflugmannsréttinda. Heildarúthlutun mun samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins nema allt að 30 milljónum króna og tekur eins og áður sagði eingöngu til bóklega hluta námsins.“ - JBG. Þetta má kalla jákvæðar fréttir, en samt byrjað á öfugum enda því flugnemar fá enga leiðréttingu í námslánakerfinu. Flugnám hefur hingað til heyrt undir Innviðaráðuneytið og hafa margir verið ósáttir við að flugnám skuli hafa verið olnbogabarn í menntakerfi landsmanna. Því þarf að breyta með því að efla flugnám í landinu og styðja við flugnema á jafnréttisgrundvelli, en ekki eingöngu styrkja skólana sem kenna til atvinnuflugmannsréttinda. Það þýðir lítið að styrkja suma skóla ef það vantar nemendur sem fá ekki nægileg námslán fyrir kostnaði námsins. Flugnemar á Reykjavíkurflugvelli ásamt Petter Hörnfeldt flugstjóra.Una Gísladóttir Sömuleiðis á að gera flugskólunum auðveldara að efla sína starfsemi sem fyrir utan grunnkennsluna hefur verið að viðhalda og endurnýja réttindi flugmanna og flugkennara á öllum aldri um allt land. Flugskólarnir hafa verið þeim stoð og stytta í endurþjálfun fyrir próf Samgöngustofu og hefur sá þáttur starfseminnar auðveldað flugmönnum að halda úti flugklúbbum og félagsstarfsemi í fluginu á Íslandi, grasrótinni sem er grunnstoð alls flugs í landinu. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru "kerfisleg hindrun" fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. „Í tilefni af umræðu síðustu misseri og m.a. í nýlegum þætti Flugvarpsins um flugnám og stöðu þess í menntakerfinu er rétt að eftirfarandi komi fram; Um nokkurra ára skeið hefur samtvinnað nám til atvinnuflugmanns (ATPL réttindi) verið metið til 120 ECTS eininga hjá Menntasjóði námsmanna. Sjóðurinn lánar fyrir bóklegu og verklegu flugnámi sem skilgreint er fjórar annir, tvær í bóklegu og tvær í verklegu námi. Upphæðin sem Menntasjóður lánar er hins vegar í engu samræmi við kostnaðinn. Reglur Menntasjóðsins gera ráð fyrir því að hámarks skólagjaldalán sé 4,8 milljónir og þá miðað við 6 annir í 3 ára námi á háskólastigi. Af þessum sökum fær nemandi í flugnámi í hæsta lagi 2/3 af þessari hámarksupphæð þar sem námið er skilgreint á 4 annir en ekki 6. Það þýðir að nemandi í flugnámi fær að hámarki 3,2 milljónir króna upp í skólagjöld. Þessu til viðbótar er hægt að sækja um framfærslulán til Menntasjóðs á meðan á námi stendur og ef nemandi býr í foreldrahúsum má reikna með um 100.000kr á mánuði í þessar 4 annir samtals um 2 milljónir króna. Heildarlánið sem er í boði er þannig um það bil 5,2 milljónir króna hjá Menntasjóði námsmanna samkvæmt þessu dæmi.“ - JBG Þetta dugar skammt... Matthías Arngrímsson Af þessu má glöggt sjá að flugnemum er alvarlega mismunað eftir námsleiðum annars vegar og gagnvart nemendum í annars konar námi hins vegar. Ekki beint „jafnrétti til náms.“ Þetta er einstaklega ósanngjarnt og mikilvægt að leiðrétta þessa mismunun hratt og myndarlega. Það er ámælisvert að flugnemi með gott fjárhagslegt bakland skuli geta lokið sínu flugnámi hratt og vel, meðan sá sem ekkert hefur baklandið getur aðeins látið sig dreyma um námið, þar sem Menntasjóður lánar ekki fyrir verklega hlutanum eins og þarf. Flestir nemendur þurfa annað hvort að treysta á stuðning ættingja sem hafa skuldsett sig frekar til að hjálpa, eða taka "neyslulán" á háum vöxtum hjá bönkunum. Einnig má minnast á að nám til skipstjórnarréttinda er að fullu námslánahæft. Innviðaráðuneytið eða Mennta- og barnamálaráðuneytið „Þess má geta að 1. júlí s.l. auglýsti Mennta- og barnamálaráðuneytið eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta náms til atvinnuflugmannsréttinda. Heildarúthlutun mun samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins nema allt að 30 milljónum króna og tekur eins og áður sagði eingöngu til bóklega hluta námsins.“ - JBG. Þetta má kalla jákvæðar fréttir, en samt byrjað á öfugum enda því flugnemar fá enga leiðréttingu í námslánakerfinu. Flugnám hefur hingað til heyrt undir Innviðaráðuneytið og hafa margir verið ósáttir við að flugnám skuli hafa verið olnbogabarn í menntakerfi landsmanna. Því þarf að breyta með því að efla flugnám í landinu og styðja við flugnema á jafnréttisgrundvelli, en ekki eingöngu styrkja skólana sem kenna til atvinnuflugmannsréttinda. Það þýðir lítið að styrkja suma skóla ef það vantar nemendur sem fá ekki nægileg námslán fyrir kostnaði námsins. Flugnemar á Reykjavíkurflugvelli ásamt Petter Hörnfeldt flugstjóra.Una Gísladóttir Sömuleiðis á að gera flugskólunum auðveldara að efla sína starfsemi sem fyrir utan grunnkennsluna hefur verið að viðhalda og endurnýja réttindi flugmanna og flugkennara á öllum aldri um allt land. Flugskólarnir hafa verið þeim stoð og stytta í endurþjálfun fyrir próf Samgöngustofu og hefur sá þáttur starfseminnar auðveldað flugmönnum að halda úti flugklúbbum og félagsstarfsemi í fluginu á Íslandi, grasrótinni sem er grunnstoð alls flugs í landinu. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun