Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júlí 2025 14:01 Stefán Karl Stefánsson féll frá aðeins 43 ára að aldri. Fjölmargir sem þekktu leikarann minnast hans í dag en hann hefði orðið fimmtugur hefði hann lifað. Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefði orðið fimmtíu ára gamall í dag ef hann hefði ekki fallið frá árið 2018 eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Fjölskylda Stefáns hyggst minnast hans í dag heima hjá móður hans. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og ekkja Stefáns, greinir frá þessu í færslu á Facebook og minnist um leið leikarans. „Stefán vissi að hann myndi fara ungur og kannski skýrir það hvað honum lá á að smakka á því, lífinu! Hann var óragur við að leggja á brattann, mætti mótlæti af æðruleysi þar til hann átti enga undankomuleið. Dauðastríð Stefáns reyndist okkur öllum erfitt því það er kvöl að sjá svo ungan mann svo ósáttan við örlög sín,“ skrifar Steinunn í færslunni. Steinunn segir börn þeirra Stefáns hafa erft í ríkum mæli allt það besta sem Stefán bar með sér: kátínuna, atorkusemina og áræðnina. „Dauðinn er nauðaómerkilegur en sú orka og það hreyfiafl sem býr í hverjum og einum lifir eilíflega. Bókstaflega í afkomendum þeirra sem fara, en ekki síður í samfélögum og sálum þeirra sem fengu að kynnast og þekkja þá sem voru hér aðeins stutta stund,“ skrifar hún. Þá segist hún hafa lært eitt: „Lífið er skóli þar sem við veljum námsgreinarnar. Það sem virðist eftirsóknarvert er ekki endilega það sem mesta velsæld færir. Veljum námsgreinarnar af kostgæfni.“ „Blessuð sé minning Stefáns Karls.“ Tímamót Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og ekkja Stefáns, greinir frá þessu í færslu á Facebook og minnist um leið leikarans. „Stefán vissi að hann myndi fara ungur og kannski skýrir það hvað honum lá á að smakka á því, lífinu! Hann var óragur við að leggja á brattann, mætti mótlæti af æðruleysi þar til hann átti enga undankomuleið. Dauðastríð Stefáns reyndist okkur öllum erfitt því það er kvöl að sjá svo ungan mann svo ósáttan við örlög sín,“ skrifar Steinunn í færslunni. Steinunn segir börn þeirra Stefáns hafa erft í ríkum mæli allt það besta sem Stefán bar með sér: kátínuna, atorkusemina og áræðnina. „Dauðinn er nauðaómerkilegur en sú orka og það hreyfiafl sem býr í hverjum og einum lifir eilíflega. Bókstaflega í afkomendum þeirra sem fara, en ekki síður í samfélögum og sálum þeirra sem fengu að kynnast og þekkja þá sem voru hér aðeins stutta stund,“ skrifar hún. Þá segist hún hafa lært eitt: „Lífið er skóli þar sem við veljum námsgreinarnar. Það sem virðist eftirsóknarvert er ekki endilega það sem mesta velsæld færir. Veljum námsgreinarnar af kostgæfni.“ „Blessuð sé minning Stefáns Karls.“
Tímamót Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira