Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júlí 2025 11:07 Ingu Sæland var heitt í hamsi í ræðustól. Vísir/Anton Brink Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, spyr hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Minnihlutinn hafi ekki áhuga á samtali og þingflokksformenn hans mæti óundirbúnir þegar fundað er. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta alþingis sem fimmti varaforseti og ákvað að fresta umræðum og slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, í óþökk meirihlutans. Til stóð að fundurinn héldi áfram og að forseti frá meirihlutanum tæki við. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag til að bregðast við þingslitum Hildar og þeirri stöðu sem er uppi á þinginu. Kristrún lýsti því þar yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland og heiður Alþingis. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Meðal þeirra sem stigu upp í pontu var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem gat vart orða bundist yfir framgöngu minnihlutans. „Hvert stefnir fallega landið okkar?“ „Mikið væri nú indælt ef við gætum í raun og veru sýnt þá virðingu kjósendum okkar og lýðræðinu í landinu að vinna hér saman af heilum hug fyrir farsæld þjóðarinnar í heild. Að standa ekki hér til þess að verja sérhagsmuni þegar langstærsti hluti þjóðarinnar er fylgjandi þeim verkum sem ríkisstjórnin er að vinna,“ sagði Inga í upphafi ræðu sinnar. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í raun ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðveldið í landinu?“ spurði Inga þvínæst. „Ég velti því fyrir mér, frú forseti, hvert erum við að stefna? Hvert erum við komin þegar þingforseti, varaforseti Alþingis, stígur hér fram rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og rýfur þingfund algjörlega án heimildar, algjörlega fordæmalaust og algjörlega án nokkurs umboðs. Hvert stefnir fallega landið okkar? Hvert stefnum við lýðræðinu? Hvert stefnum við þingræðinu?“ Þingflokksformenn fresti fundum og mæti óundirbúnir Inga sagði þingmenn Alþingis vera kjörna fulltrúa sem hefðu verið kosnir í gildum þingkosningum og hefðu verk að vinna landi og þjóð til heilla. „Við höfum til þess lýðræðislegt umboð og við höfum til þess takkaborðið okkar, gulur, rauður, grænn, til þess að ákveða það inni í þessum þingsal hvernig við viljum verja okkar atkvæði. Það er lýðræði, það er lýðræðið í landinu að hleypa fólkinu okkar hér til atkvæðagreiðslu,“ sagði hún. „Og að tala um það að við höfum ekki, fulltrúar stjórnarinnar, setið hér í málþófi með stjórnarandstöðunni þegar skilaboðin okkar hafa verið skýr! Hér höfum við tekið þátt í umræðunni, við höfum verið hófleg, við höfum verið virkilega tillitsöm, við höfum verið kurteis og haldið trúnað,“ sagði Inga. „En það sem við höfum fengið í staðinn er svo gjörsamlega fordæmalaust að það er ólýsandi með öllu. Þannig að ég á ekki eitt einasta orð þegar háttvirtur minnihlutinn kemur hingað upp og talar um sambandsleysi, samtalsleysi þegar tafarleikirnir eru slíkir að í hvert skipti sem þingflokksformenn stjórnarflokkanna hafa boðið til samtals þá er beðið um frest.“ „Og þessir ágætu þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar koma óundirbúnir á alla slíka fundi og með sínar eigin kröfur!“ sagði hún að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta alþingis sem fimmti varaforseti og ákvað að fresta umræðum og slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, í óþökk meirihlutans. Til stóð að fundurinn héldi áfram og að forseti frá meirihlutanum tæki við. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag til að bregðast við þingslitum Hildar og þeirri stöðu sem er uppi á þinginu. Kristrún lýsti því þar yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland og heiður Alþingis. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Meðal þeirra sem stigu upp í pontu var Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem gat vart orða bundist yfir framgöngu minnihlutans. „Hvert stefnir fallega landið okkar?“ „Mikið væri nú indælt ef við gætum í raun og veru sýnt þá virðingu kjósendum okkar og lýðræðinu í landinu að vinna hér saman af heilum hug fyrir farsæld þjóðarinnar í heild. Að standa ekki hér til þess að verja sérhagsmuni þegar langstærsti hluti þjóðarinnar er fylgjandi þeim verkum sem ríkisstjórnin er að vinna,“ sagði Inga í upphafi ræðu sinnar. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í raun ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðveldið í landinu?“ spurði Inga þvínæst. „Ég velti því fyrir mér, frú forseti, hvert erum við að stefna? Hvert erum við komin þegar þingforseti, varaforseti Alþingis, stígur hér fram rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og rýfur þingfund algjörlega án heimildar, algjörlega fordæmalaust og algjörlega án nokkurs umboðs. Hvert stefnir fallega landið okkar? Hvert stefnum við lýðræðinu? Hvert stefnum við þingræðinu?“ Þingflokksformenn fresti fundum og mæti óundirbúnir Inga sagði þingmenn Alþingis vera kjörna fulltrúa sem hefðu verið kosnir í gildum þingkosningum og hefðu verk að vinna landi og þjóð til heilla. „Við höfum til þess lýðræðislegt umboð og við höfum til þess takkaborðið okkar, gulur, rauður, grænn, til þess að ákveða það inni í þessum þingsal hvernig við viljum verja okkar atkvæði. Það er lýðræði, það er lýðræðið í landinu að hleypa fólkinu okkar hér til atkvæðagreiðslu,“ sagði hún. „Og að tala um það að við höfum ekki, fulltrúar stjórnarinnar, setið hér í málþófi með stjórnarandstöðunni þegar skilaboðin okkar hafa verið skýr! Hér höfum við tekið þátt í umræðunni, við höfum verið hófleg, við höfum verið virkilega tillitsöm, við höfum verið kurteis og haldið trúnað,“ sagði Inga. „En það sem við höfum fengið í staðinn er svo gjörsamlega fordæmalaust að það er ólýsandi með öllu. Þannig að ég á ekki eitt einasta orð þegar háttvirtur minnihlutinn kemur hingað upp og talar um sambandsleysi, samtalsleysi þegar tafarleikirnir eru slíkir að í hvert skipti sem þingflokksformenn stjórnarflokkanna hafa boðið til samtals þá er beðið um frest.“ „Og þessir ágætu þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar koma óundirbúnir á alla slíka fundi og með sínar eigin kröfur!“ sagði hún að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57