Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 11:38 Ólafi var mjög skemmt yfir pirringi fyrrum félaga. Skjáskot/Sýn Sport Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Heimir vandaði Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar í viðtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik en Stjarnan skoraði eina mark sitt í 1-1 jafnteflinu úr heldur ódýrri vítaspyrnu. Heimir fékk að sjá atvikið í viðtali gærkvöldsins og þótti kýrskýrt að ekki hefði verið brotið á Andra Rúnari Bjarnasyni sem fiskaði spyrnuna og skoraði svo úr henni sjálfur. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. „Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir sem sagði þó vera fína dómara í Bestu deildinni. Aðspurður hvort Helgi Mikael væri einn þeirra var svarið einfalt: „Nei“. Óli sprakk úr hlátri Henry Birgir Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson tóku þá við boltanum í Subway-settinu eftir viðtalið og sjá mátti að Ólafur skemmti sér konunglega yfir viðtali Heimis og var enn hlæjandi þegar þeir félagar birtust í mynd. Klippa: Óli Jó skellihlær að Heimi Ólafur og Heimir þekkjast vel en Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH um nokkurra ára skeið og var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs áður en hann tók alfarið við sem aðalþjálfari liðsins á sínum tíma. „Þarna var reynslumikill þjálfari að tala og var eflaust að sækja sér inn einhverja punkta fyrir komandi leiki,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hefði kennt Heimi þetta sagði hann: „Það held ég nú ekki. Ég hef nú alltaf talað vel um dómarana. En hann áttaði sig líklega á því í miðju viðtalinu að hann hafi verið kominn í smá ógöngur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Heimir vandaði Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar í viðtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik en Stjarnan skoraði eina mark sitt í 1-1 jafnteflinu úr heldur ódýrri vítaspyrnu. Heimir fékk að sjá atvikið í viðtali gærkvöldsins og þótti kýrskýrt að ekki hefði verið brotið á Andra Rúnari Bjarnasyni sem fiskaði spyrnuna og skoraði svo úr henni sjálfur. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. „Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir sem sagði þó vera fína dómara í Bestu deildinni. Aðspurður hvort Helgi Mikael væri einn þeirra var svarið einfalt: „Nei“. Óli sprakk úr hlátri Henry Birgir Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson tóku þá við boltanum í Subway-settinu eftir viðtalið og sjá mátti að Ólafur skemmti sér konunglega yfir viðtali Heimis og var enn hlæjandi þegar þeir félagar birtust í mynd. Klippa: Óli Jó skellihlær að Heimi Ólafur og Heimir þekkjast vel en Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH um nokkurra ára skeið og var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs áður en hann tók alfarið við sem aðalþjálfari liðsins á sínum tíma. „Þarna var reynslumikill þjálfari að tala og var eflaust að sækja sér inn einhverja punkta fyrir komandi leiki,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hefði kennt Heimi þetta sagði hann: „Það held ég nú ekki. Ég hef nú alltaf talað vel um dómarana. En hann áttaði sig líklega á því í miðju viðtalinu að hann hafi verið kominn í smá ógöngur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30