„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 18:02 Viðræður um þinglok sigldu í strand um helgina. Vísir/Anton Brink Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. „Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
„Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira