Veður

Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hitinn nær allt að 21 gráðu á Húsavík á morgun.
Hitinn nær allt að 21 gráðu á Húsavík á morgun. Vísir/Vilhelm

Veður fer hlýnandi á næstu dögum og bjart verður víða á landinu og hlýtt í dag. Vestlæg átt er ríkjandi 5 til 13 m/s en skýjað suðvestantil framan af degi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast á suðausturlandi.

Hann gengur svo í norðvestan 10 til 15 stig og þykknar upp norðaustanlands seinnipartinn og sums staðar verður dálítið væta og kólnar heldur þar í kvöld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Hæðarhryggur verður yfir landinu snemma á morgun og fer síðan til austurs. Því verður hæg breytileg átt og víða léttskýjað en vaxandi sunnanátt og þykknar upp sunnan- og vestantil síðdegis. Hann blæs að suðaustan 8 til 15 stig með rigningu undir kvöld á vestanverðu landinu. Hiti á bilinu 11 til 22 stig, hlýjast á norðausturlandi.

Á þriðjudag gera spár svo ráð fyrir suðvestlægri átt og dálítilli vætu en þurrt að kalla á austanverðu landinu. Það bætir aðeins í rigningu um kvöldið. Hiti á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Á mánudag:

Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað framan af degi. Gengur síðan í sunnan 5-13 m/s sunnan- og vestanlands og þykknar upp, hvessir heldur og fer að rigna þar undir kvöld. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg átt 5-10 og dálítil rigning eða súld, en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag:

Suðvestan 5-10 og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið austanlands. Styttir upp síðdegis, hiti 11 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á fimmtudag:

Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Hiti 11 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag:

Breytileg átt og víða rigning, einkum síðdegis. Styttir upp sunnan- og austantil. Hiti 10 tli 16 stig.

Á laugardag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt. Rigning sunnan- og vestanlands, en bjart á Norðausturlandi. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×