Búið að boða til nýs fundar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júlí 2025 12:09 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið umdeilda frá atvinnuvegaráðherra er ekki á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Funda aftur í dag Þingflokksformenn funduðu fram á nótt en engin niðurstaða náðist í málið. Búið er að boða til annars fundar með formönnunum síðar í dag, að sögn Hildar Sverrisdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Fundurinn var bara fínn, eins og þeir flestir. Það er verið að kasta sjónarmiðum og hugmyndum á milli. Það tekur sinn tíma en allt færist þetta nær endamarkinu í þessu maraþoni,“ segir Hildur. Bjartsýn á að komast á endastöð Hún gerir ráð fyrir því að veiðigjöldin fari ekki aftur á dagskrá nema eitthvað meiriháttar komi upp á. „Það má kannski segja að þrýstingurinn aukist í jöfnu hlutfalli við það sem tíminn líður, að öðru leyti er staðan ekkert viðkvæmari en hefur verið. Ég held við séum öll með vilja og ákveðna bjartsýni á að þetta náist,“ segir Hildur. Hefði viljað skýrari svör Atvinnuveganefnd kom einnig saman í gær og ræddi við Skattinn um útreikninga sem deilt hefur verið um. Hildur segist fagna því að fundurinn hafi loksins verið haldinn, en hefði samt sem áður viljað skýrari svör frá fulltrúum Skattsins. „Ég held að enginn þurfi að velkjast í vafa um að við höfum miklar áhyggjur af uppleggi frumvarpsins. Kerfisbreytingunni og því áhrifamati sem liggur ekki fyrir, eins og sérstaklega gagnvart sveitarfélögunum. Þannig það er eitt af þessu stóru atriðum sem við erum að ræða,“ segir Hildur. Aðrir þingflokksformenn gáfu ekki kost á viðtali.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira