Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 12:01 Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur í íslenska liðinu ætla sér langt á EM og því gæti fylgt góður fjárhagslegur bónus. vísir/Anton EM kvenna í fótbolta hefst í dag þegar Ísland mætir Finnlandi klukkan 16 að íslenskum tíma. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, tryggir nú í fyrsta sinn að allir leikmenn á mótinu fái hluta af verðlaunafénu sem í boði er. Verðlaunaféð hefur þar að auki verið stóraukið frá fyrri mótum. Í ár verður alls 41 milljón evra útdeilt, eða rúmum 5,8 milljörðum króna, sem er mikið meira en á síðasta Evrópumóti þegar alls 16 milljónir evra voru í verðlaunafé. Þegar Ísland keppti á EM í Hollandi 2017 skiptu þjóðirnar á mótinu með sér samtals 8 milljónum evra, svo stökkin hafa verið stór frá síðustu mótum. Ísland hefur þegar tryggt sér 1,8 milljón evra, eða um 256 milljónir króna, fyrir að komast á mótið. Hvert jafntefli og hver sigur í riðlakeppninni, þar sem Ísland mætir Finnlandi, Sviss og Noregi, getur svo gefið aukið fé sem og það að komast í 8-liða úrslit og hvað þá lengra. Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið. Hæsta upphæð sem eitt lið getur fengið, með því að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum og verða Evrópumeistari, er því 5,1 milljón evra eða 725 milljónir króna. Verða að borga leikmönnum sinn hlut UEFA hefur svo sett þá reglu að KSÍ og önnur aðildarsambönd verði að sjá til þess að leikmenn fái 30-40 prósent af heildarverðlaunafénu. Ef lið komast í útsláttarkeppnina er mælst til þess að leikmenn fái að lágmarki 35 prósent. Ef við ímyndum okkur að Ísland vinni tvo leiki í sínum riðli og komist í 8-liða úrslit á mótinu, en falli þar úr leik, myndi KSÍ því til dæmis fá samtals 2*100 + 550 + 1.800 = 2.550 þúsund evrur eða yfir 360 milljónir króna. Þar af fengju leikmennirnir 23 í íslenska hópnum væntanlega að lágmarki 35% eða 126 milljónir króna til að skipta á milli sín. Það jafngildir 5,5 milljónum króna að meðaltali á mann og sú upphæð myndi að sjálfsögðu hækka ef Ísland kæmist enn lengra. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31 „Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32 Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32 Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Verðlaunaféð hefur þar að auki verið stóraukið frá fyrri mótum. Í ár verður alls 41 milljón evra útdeilt, eða rúmum 5,8 milljörðum króna, sem er mikið meira en á síðasta Evrópumóti þegar alls 16 milljónir evra voru í verðlaunafé. Þegar Ísland keppti á EM í Hollandi 2017 skiptu þjóðirnar á mótinu með sér samtals 8 milljónum evra, svo stökkin hafa verið stór frá síðustu mótum. Ísland hefur þegar tryggt sér 1,8 milljón evra, eða um 256 milljónir króna, fyrir að komast á mótið. Hvert jafntefli og hver sigur í riðlakeppninni, þar sem Ísland mætir Finnlandi, Sviss og Noregi, getur svo gefið aukið fé sem og það að komast í 8-liða úrslit og hvað þá lengra. Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið. Hæsta upphæð sem eitt lið getur fengið, með því að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum og verða Evrópumeistari, er því 5,1 milljón evra eða 725 milljónir króna. Verða að borga leikmönnum sinn hlut UEFA hefur svo sett þá reglu að KSÍ og önnur aðildarsambönd verði að sjá til þess að leikmenn fái 30-40 prósent af heildarverðlaunafénu. Ef lið komast í útsláttarkeppnina er mælst til þess að leikmenn fái að lágmarki 35 prósent. Ef við ímyndum okkur að Ísland vinni tvo leiki í sínum riðli og komist í 8-liða úrslit á mótinu, en falli þar úr leik, myndi KSÍ því til dæmis fá samtals 2*100 + 550 + 1.800 = 2.550 þúsund evrur eða yfir 360 milljónir króna. Þar af fengju leikmennirnir 23 í íslenska hópnum væntanlega að lágmarki 35% eða 126 milljónir króna til að skipta á milli sín. Það jafngildir 5,5 milljónum króna að meðaltali á mann og sú upphæð myndi að sjálfsögðu hækka ef Ísland kæmist enn lengra.
Verðlaunafé á EM: 1,8 milljón evra (256 m. kr.) fyrir að komast á mótið 50.000 evrur (7,1 m. kr.) fyrir jafntefli 100.000 evrur (14,2 m. kr.) fyrir sigur 550.000 evrur (78,2 m. kr.) fyrir að komast í 8-liða úrslit 700.000 evrur (99,5 m. kr.) fyrir að ná í undanúrslit 850.000 evrur (120,9 m. kr.) fyrir að lenda í 2. sæti og 1,75 milljón evra (249 m. kr.) fyrir að vinna mótið.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31 „Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32 Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32 Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Stelpurnar okkar hefja leik á EM í knattspyrnu á morgun er liðið mætir Finnum. 1. júlí 2025 23:31
„Engar svakalegar reglur hér“ Leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta hafa rætt um það sín á milli hvernig best sé að nálgast samfélagsmiðla og fjölmiðla á meðan á EM stendur. Guðný Árnadóttir segir hvern og einn leikmann finna hvað henti sér best og að engar sérstakar reglur gildi innan hópsins um þessi mál né önnur. 1. júlí 2025 22:32
Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. 1. júlí 2025 17:32
Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1. júlí 2025 15:15