Hugræn atferlismeðferð á netinu Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 18. júní 2025 08:31 Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar