Ósáttur Davíð Smári: Einn maður sem eyðileggur leikinn Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. júní 2025 17:08 Davíð Smári Lamude lét vaða á súðum eftir tapið gegn KR í dag. Stöð 2 Sport Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var stóryrtur eftir tap sinna manna gegn KR á Avis-vellinum í dag. Vestri tapaði 2-1 en KR skoraði tvö mörk á síðustu 15 mínútum leiksins. Davíð ræddi við Vísi eftir leik og var ekki sáttur við dómaratríó leiksins en sagði sitt lið hafa gert nóg til að vinna. „Tilfinningarnar eru ekki góðar. Þetta voru lélegar skiptingar hjá mér, góðar hjá KR. Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð Smári um frammistöðu dómarans í dag og var síður en svo hættur. Viðtalið við Davíð má sjá hér að neðan og í því sést löglegt mark Vestra sem dæmt var af, þegar liðið virtist hafa komist í 2-0 eftir 70 mínútna leik. Klippa: Davíð Smári eftir tapið gegn KR „Liðið mitt var ekki gott í dag en frammistaðan okkar var nægilega góð til að skora tvö mörk og við gerðum það. Annað markið var dæmt af fyrir rangstöðu sem var aldrei rangstaða. Ég er orðin hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona. Ég tek ekkert af KR, þeir voru frábærir. Við vissum að við þyrftum að koma inní leikinn og þyrftum að þjást. Við myndum lílkega ekki ná að halda boltanum en þyrftum að vera góðir án bolta. Það gekk upp þangað til við missum þetta hérna í lokin, verðum orkulausir og kraftlausir. Auðvitað líka þegar stór atvik falla á móti þér, þá brýtur það niður orkustigið í liðinu.“ Vestri leiddi þegar fimmtán mínútur voru eftir og virtust hafa stjórn á leiknum. Davíð sagði sitt lið hafa verið orkulaust eftir að KR náði að jafna. „Við gerum skiptingar, Gunnar Jónas fer útaf og Sergine Fall kemur inná og á erfitt uppdráttar. Þá keyra þeir á hann og ná góðum fyrirgjöfum, sem var vel gert hjá KR. Við vorum ekki góðir fyrstu tíu mínúturnar en þar fyrir utan var leikurinn algjörlega í te skeið hjá okkur. En við skorum tvö lögleg mörk og það er að mínu mati nóg til að vinna KR hér í dag. En að einhverjum ástæðum þá er eitthvað sem við stjórnum ekki sem gerist hér í dag, við getum stjórnað frammistöðu okkar en við getum ekki stjórnað úrslitum. En það er gríðarlega svekkjandi að það sé löglegt mark tekið af okkur. Það brýtur okkur niður.“ Davíð var gríðarlega ósáttur við dómaratríóið og hóf ný upp raust sína er hann gagnrýndi þá fyrir frammistöðu dagsins. „Hrós á KR þeir gerðu vel að skora tvö mörk á okkur en ég verð aftur að spyrja þessarar stóru spurningar sem ég sendi niður á KSÍ. Er það eðlilegt að maður sé alltaf með hnút í maganum þegar ákveðinn aðili er að dæma, ég er ekki sá eini. Leikmenn eru gagnrýndir fyrir frammistöðu og þjálfarar líka. En þetta er einhvernvegin alltaf látið kjurrt liggja. Þurfið þið ekki að gagnrýna þetta líka þegar þeir eiga slæmar frammistöður? Væntanlega eru allir að gera sitt besta en það tókst ekki í dag og það er alltof sjaldan sem það tekst hjá þessu tríói sem var í dag,“ sagði Davíð og sagðist vera að tala um aðaldómara leiksins áður en hann hélt áfram. „Maður er bara stressaður. Maður horfir á leikina, hann gerði stór mistök í síðasta leik samt er hann settur strax á leik í næstu umferð. Þetta var líka svona í fyrra. Einhverntímann verður að skoða hluti og meta. Ef að leikmaður hjá mér á ekki góða frammistöðu í stórum augnablikum þá spilar hann ekki næsta leik, það er svo einfalt. Við erum í þannig íþrótt að það hlýtur að þurfa að skoða þessa hluti.“ Vestri er enn í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Það var þó engan bilbug á Davíð að finna. „Þurfum að gera meira, verðum að klára leiki með sama orkustig og við byrjuðum þá. Við vinnum okkur inní leikinn í dag og erum heilt yfir kraftmiklir. Hér í lokin sést það svo bara á liðinu mínu að menn eru orðnir þreyttir og ráða ekki við fyrirgjafirnar. Enn og aftur, hrós á KR-ingana.“ Besta deild karla Vestri Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Davíð ræddi við Vísi eftir leik og var ekki sáttur við dómaratríó leiksins en sagði sitt lið hafa gert nóg til að vinna. „Tilfinningarnar eru ekki góðar. Þetta voru lélegar skiptingar hjá mér, góðar hjá KR. Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð Smári um frammistöðu dómarans í dag og var síður en svo hættur. Viðtalið við Davíð má sjá hér að neðan og í því sést löglegt mark Vestra sem dæmt var af, þegar liðið virtist hafa komist í 2-0 eftir 70 mínútna leik. Klippa: Davíð Smári eftir tapið gegn KR „Liðið mitt var ekki gott í dag en frammistaðan okkar var nægilega góð til að skora tvö mörk og við gerðum það. Annað markið var dæmt af fyrir rangstöðu sem var aldrei rangstaða. Ég er orðin hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona. Ég tek ekkert af KR, þeir voru frábærir. Við vissum að við þyrftum að koma inní leikinn og þyrftum að þjást. Við myndum lílkega ekki ná að halda boltanum en þyrftum að vera góðir án bolta. Það gekk upp þangað til við missum þetta hérna í lokin, verðum orkulausir og kraftlausir. Auðvitað líka þegar stór atvik falla á móti þér, þá brýtur það niður orkustigið í liðinu.“ Vestri leiddi þegar fimmtán mínútur voru eftir og virtust hafa stjórn á leiknum. Davíð sagði sitt lið hafa verið orkulaust eftir að KR náði að jafna. „Við gerum skiptingar, Gunnar Jónas fer útaf og Sergine Fall kemur inná og á erfitt uppdráttar. Þá keyra þeir á hann og ná góðum fyrirgjöfum, sem var vel gert hjá KR. Við vorum ekki góðir fyrstu tíu mínúturnar en þar fyrir utan var leikurinn algjörlega í te skeið hjá okkur. En við skorum tvö lögleg mörk og það er að mínu mati nóg til að vinna KR hér í dag. En að einhverjum ástæðum þá er eitthvað sem við stjórnum ekki sem gerist hér í dag, við getum stjórnað frammistöðu okkar en við getum ekki stjórnað úrslitum. En það er gríðarlega svekkjandi að það sé löglegt mark tekið af okkur. Það brýtur okkur niður.“ Davíð var gríðarlega ósáttur við dómaratríóið og hóf ný upp raust sína er hann gagnrýndi þá fyrir frammistöðu dagsins. „Hrós á KR þeir gerðu vel að skora tvö mörk á okkur en ég verð aftur að spyrja þessarar stóru spurningar sem ég sendi niður á KSÍ. Er það eðlilegt að maður sé alltaf með hnút í maganum þegar ákveðinn aðili er að dæma, ég er ekki sá eini. Leikmenn eru gagnrýndir fyrir frammistöðu og þjálfarar líka. En þetta er einhvernvegin alltaf látið kjurrt liggja. Þurfið þið ekki að gagnrýna þetta líka þegar þeir eiga slæmar frammistöður? Væntanlega eru allir að gera sitt besta en það tókst ekki í dag og það er alltof sjaldan sem það tekst hjá þessu tríói sem var í dag,“ sagði Davíð og sagðist vera að tala um aðaldómara leiksins áður en hann hélt áfram. „Maður er bara stressaður. Maður horfir á leikina, hann gerði stór mistök í síðasta leik samt er hann settur strax á leik í næstu umferð. Þetta var líka svona í fyrra. Einhverntímann verður að skoða hluti og meta. Ef að leikmaður hjá mér á ekki góða frammistöðu í stórum augnablikum þá spilar hann ekki næsta leik, það er svo einfalt. Við erum í þannig íþrótt að það hlýtur að þurfa að skoða þessa hluti.“ Vestri er enn í öðru sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Það var þó engan bilbug á Davíð að finna. „Þurfum að gera meira, verðum að klára leiki með sama orkustig og við byrjuðum þá. Við vinnum okkur inní leikinn í dag og erum heilt yfir kraftmiklir. Hér í lokin sést það svo bara á liðinu mínu að menn eru orðnir þreyttir og ráða ekki við fyrirgjafirnar. Enn og aftur, hrós á KR-ingana.“
Besta deild karla Vestri Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira