50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. maí 2025 07:02 Stundum kunnum við ekki við að segja að okkur leiðist því þá hljómar það eins og við séum að kvarta eða að gagnrýna eitthvað. En það getur samt verið svo skemmtileg vegferð fyrir hjón að hrista aðeins upp í daglegu rútínunni þannig að allir dagar verði skemmtilegri. Vísir/Getty Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. Staðreyndin er þó sú að mörgu fólki getur farið að leiðast dagleg rútína svo mikið, að þótt það upplifi sig hamingjusamt í hjónabandinu og allt það, þá einfaldlega er hætt að vera gaman nógu oft. Að hafa gaman alla daga er hins vegar svo gott og skemmtilegt verkefni. Og snýst ekkert um að allt sem við gerum sé svo skemmtilegt. Heldur einfaldlega að það sé eitthvað á hverjum degi sem okkur finnst skemmtilegt. Á netinu er hægt að finna heilan haug af góðum ráðum þessu tengt. Því já; það er ekkert óalgengt að fólki fari að finnast daglega rútínan leiðinleg. Ekki síst hjá hjónum sem hafa verið lengi saman. Við skulum því kíkja á nokkur góð ráð sem geta veitt okkur innblástur: 1. Að ræða við betri helminginn Við þurfum að viðurkenna vandann og ræða við makann okkar ef okkur leiðist rútínan okkar. Látum vita í þessu samtali að okkur langi til að hrista aðeins upp í hlutunum, þannig að rútínan okkar verði meira spennandi; Meiri gleði, hlátur, samtöl, innileg nærvera. Hverjum líst ekki vel á það plan? 2. Sjálfskoðun og samtal Það er líka gott að taka heiðarlegt samtal við okkur sjálf. Hefur eitthvað breyst hjá okkur sjálfum sem gerir það að verkum að rútínan sem við höfum kannski lifað samkvæmt lengi, er ekki að gefa okkur næga lífsfullnægju miðað við áður? Hvenær fór okkur að líða eins og okkur líður núna? Að ræða þetta líka við makann er síðan mjög gott. Því jú; Við erum í sama liðinu. 3. Hrifningin á makanum Stundum hættir hjónum til að hætta að taka eftir hvort öðru; Makinn er orðinn að svo sjálfsögðum hlut. En hvað heillaði okkur í fyrstu? Og hvað við okkur heillaði makann okkar í upphafi? Það getur verið skemmtileg vegferð að fara að taka aftur eftir makanum okkar. Og láta vita af því. Eftir margra ára parsamband eigum við ekki að vera feimin við að brjóta eitthvað munstur sem algengt er að hjón einfaldlega festist í. 4. Hristum aðeins upp í þessu! Næst er það að skoða hvað við getum gert öðruvísi og einfaldlega þá þannig að við séum að hrista aðeins upp í rútínunni. Ekkert endilega að breyta öllu; Þess þarf sjaldnast. En að breyta sumum hlutum eða leyfa jafnvel hvatvísi og hugmyndarflugi stundum að kikka inn og prófa eitthvað nýtt gæti verið skemmtilegt. Og spyrja okkur sjálf þá spurninga eins og: Hvenær gerðum við eitthvað nýtt saman síðast? Er eitthvað sem okkur langar til að prófa saman? Hvað með áhugamál: Er eitthvað sem við gætum ræktað betur saman? Dans, golf, matreiðslunámskeið, jóga? Hvernig væri að skella sér á stefnumót? Og jafnvel að búa til regluleg deit-kvöld? 5. Nándin Næst er það nándin. Sem snýst ekki bara um kynlíf. Oft þarf ekki nema faðmlag eða koss. En stundum getur verið gaman að prófa eitthvað nýtt í rúminu. Það er hægt að gúggla heilmikið um þessi mál eða leita til kynlífsráðgjafa og fá hugmyndir. 6. Hlátur Ekkert okkar ætti síðan að vanmeta áhrif hlátursins. Því það að hlæja saman og hafa gaman getur einfaldlega breytt öllu. Allt í einu fer okkur að finnast meira gaman af því sem við höfum kannski gert lengi og var farið að finnast óspennandi. En ef við æfum okkur í að vera oftar í góðum samtölum og létt og kát, ákveðin í að brosa og hlæja oftar og meir, getur svo margt jákvætt gerst. 7. Liðsaukinn: Að leita til fagaðila Síðast en ekki síst er það sú leið að taka samtalið með utanaðkomandi fagaðila. Því það er svo fjarri því að fólk leiti aðeins til hjónabandsráðgjafa eða kynlífsráðgjafa vegna þess að það er allt komið í bál og brand. Margir nýta sér það að hitta fagaðila reglulega; Einfaldlega til að gera gott betra. Og kannski skemmtilegra líka? Geðheilbrigði Fjölskyldumál Góðu ráðin Tengdar fréttir 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Það er mun auðveldara fyrir okkur að takast á við vanlíðan ef við gerum okkur grein fyrir því hvað veldur henni, viðurkennum hana eða eigum yfir hana orð eða skýringu. Sumum foreldrum finnst til dæmis mjög erfitt þegar börnin flytja að heiman. 1. maí 2025 08:02 Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01 50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Sjá meira
Staðreyndin er þó sú að mörgu fólki getur farið að leiðast dagleg rútína svo mikið, að þótt það upplifi sig hamingjusamt í hjónabandinu og allt það, þá einfaldlega er hætt að vera gaman nógu oft. Að hafa gaman alla daga er hins vegar svo gott og skemmtilegt verkefni. Og snýst ekkert um að allt sem við gerum sé svo skemmtilegt. Heldur einfaldlega að það sé eitthvað á hverjum degi sem okkur finnst skemmtilegt. Á netinu er hægt að finna heilan haug af góðum ráðum þessu tengt. Því já; það er ekkert óalgengt að fólki fari að finnast daglega rútínan leiðinleg. Ekki síst hjá hjónum sem hafa verið lengi saman. Við skulum því kíkja á nokkur góð ráð sem geta veitt okkur innblástur: 1. Að ræða við betri helminginn Við þurfum að viðurkenna vandann og ræða við makann okkar ef okkur leiðist rútínan okkar. Látum vita í þessu samtali að okkur langi til að hrista aðeins upp í hlutunum, þannig að rútínan okkar verði meira spennandi; Meiri gleði, hlátur, samtöl, innileg nærvera. Hverjum líst ekki vel á það plan? 2. Sjálfskoðun og samtal Það er líka gott að taka heiðarlegt samtal við okkur sjálf. Hefur eitthvað breyst hjá okkur sjálfum sem gerir það að verkum að rútínan sem við höfum kannski lifað samkvæmt lengi, er ekki að gefa okkur næga lífsfullnægju miðað við áður? Hvenær fór okkur að líða eins og okkur líður núna? Að ræða þetta líka við makann er síðan mjög gott. Því jú; Við erum í sama liðinu. 3. Hrifningin á makanum Stundum hættir hjónum til að hætta að taka eftir hvort öðru; Makinn er orðinn að svo sjálfsögðum hlut. En hvað heillaði okkur í fyrstu? Og hvað við okkur heillaði makann okkar í upphafi? Það getur verið skemmtileg vegferð að fara að taka aftur eftir makanum okkar. Og láta vita af því. Eftir margra ára parsamband eigum við ekki að vera feimin við að brjóta eitthvað munstur sem algengt er að hjón einfaldlega festist í. 4. Hristum aðeins upp í þessu! Næst er það að skoða hvað við getum gert öðruvísi og einfaldlega þá þannig að við séum að hrista aðeins upp í rútínunni. Ekkert endilega að breyta öllu; Þess þarf sjaldnast. En að breyta sumum hlutum eða leyfa jafnvel hvatvísi og hugmyndarflugi stundum að kikka inn og prófa eitthvað nýtt gæti verið skemmtilegt. Og spyrja okkur sjálf þá spurninga eins og: Hvenær gerðum við eitthvað nýtt saman síðast? Er eitthvað sem okkur langar til að prófa saman? Hvað með áhugamál: Er eitthvað sem við gætum ræktað betur saman? Dans, golf, matreiðslunámskeið, jóga? Hvernig væri að skella sér á stefnumót? Og jafnvel að búa til regluleg deit-kvöld? 5. Nándin Næst er það nándin. Sem snýst ekki bara um kynlíf. Oft þarf ekki nema faðmlag eða koss. En stundum getur verið gaman að prófa eitthvað nýtt í rúminu. Það er hægt að gúggla heilmikið um þessi mál eða leita til kynlífsráðgjafa og fá hugmyndir. 6. Hlátur Ekkert okkar ætti síðan að vanmeta áhrif hlátursins. Því það að hlæja saman og hafa gaman getur einfaldlega breytt öllu. Allt í einu fer okkur að finnast meira gaman af því sem við höfum kannski gert lengi og var farið að finnast óspennandi. En ef við æfum okkur í að vera oftar í góðum samtölum og létt og kát, ákveðin í að brosa og hlæja oftar og meir, getur svo margt jákvætt gerst. 7. Liðsaukinn: Að leita til fagaðila Síðast en ekki síst er það sú leið að taka samtalið með utanaðkomandi fagaðila. Því það er svo fjarri því að fólk leiti aðeins til hjónabandsráðgjafa eða kynlífsráðgjafa vegna þess að það er allt komið í bál og brand. Margir nýta sér það að hitta fagaðila reglulega; Einfaldlega til að gera gott betra. Og kannski skemmtilegra líka?
Geðheilbrigði Fjölskyldumál Góðu ráðin Tengdar fréttir 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Það er mun auðveldara fyrir okkur að takast á við vanlíðan ef við gerum okkur grein fyrir því hvað veldur henni, viðurkennum hana eða eigum yfir hana orð eða skýringu. Sumum foreldrum finnst til dæmis mjög erfitt þegar börnin flytja að heiman. 1. maí 2025 08:02 Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01 50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Sjá meira
50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00
50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Það er mun auðveldara fyrir okkur að takast á við vanlíðan ef við gerum okkur grein fyrir því hvað veldur henni, viðurkennum hana eða eigum yfir hana orð eða skýringu. Sumum foreldrum finnst til dæmis mjög erfitt þegar börnin flytja að heiman. 1. maí 2025 08:02
Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ „Þegar fólk hefur verið saman í áratugi er ekkert ólíklegt að ýmislegt hafi safnast í gremjubankann í gegnum tíðina,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin. 17. nóvember 2024 08:01
50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00
50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01