Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sunna Sæmundsdóttir, Tómas Arnar Þorláksson og Atli Ísleifsson skrifa 23. maí 2025 12:56 Samhliða undirrituninni var opnuð ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni. Vísir/Anton Brink Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun. Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var opnuð ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var opnuð ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039.
Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57