Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2025 09:01 Baldur með aðstoðarþjálfurum sínum eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Vísir/Hulda Margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „algjört andlegt rugl“ í úrslitakeppni deildarinnar. „Þessu fylgir bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Baldur er hann sest niður með fréttamanni degi eftir að Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir sigur gegn Tindastól í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar. „Ég finn fyrir miklum létti gagnvart því að þetta sé búið og hafi endað svona. Gleði, ánægður með alla sem koma að þessu.“ Þetta var fyrsta tímabil Stjörnunnar undir stjórn Baldurs sem tók við liðinu af Arnari Guðjónssyni eftir að hafa verið á mála hjá Ratiopharm Ulm í Þýskalandi árin áður. Baldur stefndi strax að titli með lið Stjörnunnar en það er hægara sagt en gert að láta þá sýn raungerast. „Þetta er ekki auðvelt, að vinna titil. Ég held að það sé öllum alveg ljóst sem hafa tekið þátt í þessu. Við Ægir Þór höfum verið í þessu yfir langan tíma en þetta er okkar fyrsti Íslandsmeistaratitill, það er gaman að upplifa það. Maður er eiginlega bara smá orðlaus yfir öllu. ÍR serían var erfið, Grindavíkur serían enn þá erfiðari. Þetta eru svo mikil gæði sem þú ert að spila á móti, hrikalega erfitt og bara geggjað að hafa náð svona erfiðu takmarki.“ Baldur hefur á sínum þjálfaraferli lengi verið á höttunum eftir Íslandsmeistaratitli, hann hefur verið grálega nálægt því en einnig horft á eftirmenn sína í starfi ná því takmarki. „Fyrir mig er þetta persónulega stórt. Ég var grátlega nálægt því að sækja Íslandsmeistaratitil með Tindastól árið 2022, fer þaðan út í atvinnumennsku og horfi á þá vinna titilinn árið eftir. Ég er uppalinn í Þorlákshöfn, var þjálfari liðsins á einum tímapunkti, fer þaðan og horfi á þá taka titil. Það var erfitt í bæði skiptin en auðvitað samgleðst maður þeim sem að tókst að gera þetta. En auðvitað var maður meðvitaður um þetta í baráttunni. Manni langaði þetta alveg rosalega mikið. Þetta er ákveðinn léttir, að hafa náð að gera þetta.“ Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02 „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30 „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00 Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00 Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
„Þessu fylgir bara ólýsanleg tilfinning,“ segir Baldur er hann sest niður með fréttamanni degi eftir að Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir sigur gegn Tindastól í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar. „Ég finn fyrir miklum létti gagnvart því að þetta sé búið og hafi endað svona. Gleði, ánægður með alla sem koma að þessu.“ Þetta var fyrsta tímabil Stjörnunnar undir stjórn Baldurs sem tók við liðinu af Arnari Guðjónssyni eftir að hafa verið á mála hjá Ratiopharm Ulm í Þýskalandi árin áður. Baldur stefndi strax að titli með lið Stjörnunnar en það er hægara sagt en gert að láta þá sýn raungerast. „Þetta er ekki auðvelt, að vinna titil. Ég held að það sé öllum alveg ljóst sem hafa tekið þátt í þessu. Við Ægir Þór höfum verið í þessu yfir langan tíma en þetta er okkar fyrsti Íslandsmeistaratitill, það er gaman að upplifa það. Maður er eiginlega bara smá orðlaus yfir öllu. ÍR serían var erfið, Grindavíkur serían enn þá erfiðari. Þetta eru svo mikil gæði sem þú ert að spila á móti, hrikalega erfitt og bara geggjað að hafa náð svona erfiðu takmarki.“ Baldur hefur á sínum þjálfaraferli lengi verið á höttunum eftir Íslandsmeistaratitli, hann hefur verið grálega nálægt því en einnig horft á eftirmenn sína í starfi ná því takmarki. „Fyrir mig er þetta persónulega stórt. Ég var grátlega nálægt því að sækja Íslandsmeistaratitil með Tindastól árið 2022, fer þaðan út í atvinnumennsku og horfi á þá vinna titilinn árið eftir. Ég er uppalinn í Þorlákshöfn, var þjálfari liðsins á einum tímapunkti, fer þaðan og horfi á þá taka titil. Það var erfitt í bæði skiptin en auðvitað samgleðst maður þeim sem að tókst að gera þetta. En auðvitað var maður meðvitaður um þetta í baráttunni. Manni langaði þetta alveg rosalega mikið. Þetta er ákveðinn léttir, að hafa náð að gera þetta.“
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02 „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30 „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35 Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00 Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00 Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. 22. maí 2025 14:02
„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ 22. maí 2025 10:30
„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. 21. maí 2025 23:35
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. 21. maí 2025 22:00
Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. 22. maí 2025 08:00
Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. 21. maí 2025 23:09