Lífið

Ás­geir og Hildur eiga von á stúlku

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku í haust.
Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku í haust.

Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust.

Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram: „Ásgeirsdóttir væntanleg í haust,“ skrifa þau við mynd af sér saman með sónarmynd.

Ásgeir og Hildur byrjuðu saman árið 2019.

Ásgeir hefur unnið að fjölda vinsælla laga með sumum af þekktustu tónlistarmönnum landsins. Þar á meðal eru „Krumla“ og „Gemmér Gemmér“ með IceGuys, „Djamm í kvöld“ með Inga Bauer, „Stjörnurnar“ með Herra Hnetusmjöri og „Í síðasta skipti“ með Friðriki Dór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.