Veður

Getur víða farið yfir tuttugu stig

Atli Ísleifsson skrifar
Landsmenn hafa notið veðurblíðunnar síðustu daga.
Landsmenn hafa notið veðurblíðunnar síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði hlýtt í veðri og geti hiti víða farið yfir tuttugu stig. Þó má búast má við heldur svalara veðri í þoku við sjávarsíðuna. Segir að hiti verði 10 til 23 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.

Svipað veður á morgun og á miðvikudag, víða sólríkt og hlýtt, en þokuloft sækir þá líklega einnig að norðurströndinni og kólnar heldur þar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað, en sums staðar þoka við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast inn til landsins.

Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, víða bjartviðri og hiti 13 til 20 stig, en þokuloft og heldur svalara við austurströndina.

Á fimmtudag: Suðlæg átt, 5-13, hvassast og þykknar upp með dálítilli vætu vestanlands, en lengst af bjart eystra. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Fremur hæg suðlæg átt og dálítil væta með köflum, en austan 8-13 og víða rigning síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.

Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir fremur hæga norðlæga eða breytilega átt og væta af og til, en norðaustan strekkingur á Vestfjörðum. Kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×