Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Samtökin ´78 15. maí 2025 09:43 Bjarni Snæbjörnsson Vera Illugadóttir og Páll Óskar láta sig ekki vanta í Elliðaárdalinn á laugardaginn þegar Haminguhlaupið fer fram í fyrsta sinn. Hamingjuhlaupið verður haldið í fyrsta sinn á laugardaginn. Hlaupið fer fram í Elliðaárdalnum og verður stútfullt af skemmtilegum uppákomum og fjöri. Hlaupnir verða 7,8 km í karla-, kvenna- og kváraflokki en einnig er hægt að skrá sig í 3 km gleðiskokk. Þá eru hlauparar hvattir til þess að grípa með sér háhælaða skó, því keppt verður í 50 m háhælahlaupi í fyrsta sinn í Íslandssögunni. „Við hvetjum öll til að taka þátt í háhælahlaupinu! Þetta verður alvöru keppni, enda mæta nokkrar dragdrottningar á svæðið. Veitt verða verðlaun bæði fyrir besta tímann og fyrir tígulegustu tæknina. Það er því um að gera að spreyta sig og hafa gaman,“ segir Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, en samtökin standa að Hamingjuhlaupinu í samstarfi við Kristal. Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 Hlaupið hefst við Elliðaárstöð og svæðið opnar klukkan 10 þar sem DJ Sunna Ben tekur á móti fólki með tónlist og miklu stuði. Á svæðinu verður glimmerstöð þar sem hægt er að glimmera sig í gang fyrir hlaupið - eða fyrir þau sem vilja skína á hliðarlínunni og hvetja hlauparana áfram. Bjarni Snæbjörns og Helga Haralds, kynnar hlaupsins, ætla að hita upp mannskapinn og Páll Óskar tekur nokkur lög. Ölgerðin gefur þátttakendum Kristal enda helsti styrktaraðili hlaupsins. „Þetta er frábær leið til að byrja laugardaginn sinn,“ segir Kári. Kári segir tilgang Hamingjuhlaupsins felast í nafni þess og með því vilja samtökin undirstrika frelsi fólks til að vera það sjálft, og að fjölbreytileiki sé fagnaðarefni. „Hlaupið er haldið 17. maí, á alþjóðlegum degi gegn hinseginfordómum. Við viljum með þessu senda skýr skilaboð um að samfélagið okkar er staður þar sem ástin ræður ríkjum, að fjölbreytileiki er fagnaðarefni og að við eigum öll að geta lifað lífinu frjáls og óhrædd. Við stefnum að því að gera Hamingjuhlaupið að árlegum viðburði,” segir Kári. Skráning í hlaupið er í fullum gangi og þær hrannast inn. „Við búumst við um 300 manns og ef veðurspáin helst svona góð þá er aldrei að vita nema fleiri láti sjá sig,“ segir Kári, en spáð er 17 stiga hita og sól á laugardaginn. Skráning fer fram á hamingjuhlaupid.is og hægt er að skrá bæði fullorðna og börn. Hlaup Heilsa Hinsegin Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira
Þá eru hlauparar hvattir til þess að grípa með sér háhælaða skó, því keppt verður í 50 m háhælahlaupi í fyrsta sinn í Íslandssögunni. „Við hvetjum öll til að taka þátt í háhælahlaupinu! Þetta verður alvöru keppni, enda mæta nokkrar dragdrottningar á svæðið. Veitt verða verðlaun bæði fyrir besta tímann og fyrir tígulegustu tæknina. Það er því um að gera að spreyta sig og hafa gaman,“ segir Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, en samtökin standa að Hamingjuhlaupinu í samstarfi við Kristal. Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 Hlaupið hefst við Elliðaárstöð og svæðið opnar klukkan 10 þar sem DJ Sunna Ben tekur á móti fólki með tónlist og miklu stuði. Á svæðinu verður glimmerstöð þar sem hægt er að glimmera sig í gang fyrir hlaupið - eða fyrir þau sem vilja skína á hliðarlínunni og hvetja hlauparana áfram. Bjarni Snæbjörns og Helga Haralds, kynnar hlaupsins, ætla að hita upp mannskapinn og Páll Óskar tekur nokkur lög. Ölgerðin gefur þátttakendum Kristal enda helsti styrktaraðili hlaupsins. „Þetta er frábær leið til að byrja laugardaginn sinn,“ segir Kári. Kári segir tilgang Hamingjuhlaupsins felast í nafni þess og með því vilja samtökin undirstrika frelsi fólks til að vera það sjálft, og að fjölbreytileiki sé fagnaðarefni. „Hlaupið er haldið 17. maí, á alþjóðlegum degi gegn hinseginfordómum. Við viljum með þessu senda skýr skilaboð um að samfélagið okkar er staður þar sem ástin ræður ríkjum, að fjölbreytileiki er fagnaðarefni og að við eigum öll að geta lifað lífinu frjáls og óhrædd. Við stefnum að því að gera Hamingjuhlaupið að árlegum viðburði,” segir Kári. Skráning í hlaupið er í fullum gangi og þær hrannast inn. „Við búumst við um 300 manns og ef veðurspáin helst svona góð þá er aldrei að vita nema fleiri láti sjá sig,“ segir Kári, en spáð er 17 stiga hita og sól á laugardaginn. Skráning fer fram á hamingjuhlaupid.is og hægt er að skrá bæði fullorðna og börn.
Hlaup Heilsa Hinsegin Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira