Erlent

Vopna­hlé hélt í nótt og við­ræðum fram haldið

Atli Ísleifsson skrifar
Deila ríkjanna snýr að stórum hluta um yfirráð fyrir Kasmír-héraði, en stjórnvöld í Indlandi og Pakistan ráða hvort um sig yfir hluta héraðsins þó að geri bæði tilkall til héraðsins í heild sinni.
Deila ríkjanna snýr að stórum hluta um yfirráð fyrir Kasmír-héraði, en stjórnvöld í Indlandi og Pakistan ráða hvort um sig yfir hluta héraðsins þó að geri bæði tilkall til héraðsins í heild sinni. AP

Háttsettir embættismenn frá Indlandi og Pakistan munu hittast á fundi síðar í dag til að fínpússa skilmála um vopnahlé ríkjanna sem samið var um á laugardag.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að svo virðist sem að vopnahlé hafi haldið í nótt eftir fjögurra daga vopnuð átök milli ríkjanna. Áður höfðu þó báðir aðilar sakað hinn um að hafa rofið vopnahlé með árásum.

Vopnahlé náðist milli Indlands og Pakistan fyrir milligöngu Bandaríkjanna um helgina og hafa bæði stjórnvöld á Indlandi og í Pakistan lýst yfir hernaðarlegum sigri.

Deilur ríkjanna, sem staðið hafa yfir í marga áratugi, hörðnuðu í kjölfar árásar á vinsælum ferðamannastað í þeim hluta Kasmír sem er undir yfirráðum Indlands í byrjun mánaðar sem leiddi til dauða 26 manna. Indverjar sökuðu pakistönsk stjórnvöld um að tengjast árásinni þó að Pakistanar hafni öllu slíku.

Eftir árásirnar gerðu Indverjar árásir á níu herstöðvar í Pakistanshluta Kasmír-héraðs sem leiddi svo til enn frekari átaka.

Deila ríkjanna snýr að stórum hluta um yfirráð yfir Kasmír-héraði, en stjórnvöld í Indlandi og Pakistan ráða hvort um sig yfir hluta héraðsins þó að geri bæði tilkall til héraðsins í heild sinni. Múslímar eru í meirihluta í Kasmír-héraði en héraðinu var skipt upp í kjölfar sjálfstæðis Indlands frá Bretlandi og myndun Pakistans árið 1947.


Tengdar fréttir

Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn

Vopnahlé milli Indlands og Pakistan virðist hafa haldið velli í nótt, þó ráðamenn ríkjanna hafi sakað hvorn annan um að brjóta gegn því. Nokkrum klukkustundum eftir að vopnahléið tók gildi í gær sökuðu Indverjar og Pakistanar hvorn annan um árásir.

Skamm­vinnu vopna­hléi virðist lokið

Indversk og Pakistönsk yfirvöld hafa sakað hvort annað um að hafa brotið gegn vopnahléi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um vopnahléssamkomulag.

Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans

Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×