Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar 9. maí 2025 19:02 Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun