Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. maí 2025 06:32 Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Vinnumarkaður Alþingi Verkalýðsdagurinn 17. júní Páskar Jón Júlíus Karlsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun