Sport

150 milljónir fylgdust með sögu­legum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Zhao Xintong kyssir hér bikarinn eftir að heimsmeistaratitillinn var í höfn.
 Zhao Xintong kyssir hér bikarinn eftir að heimsmeistaratitillinn var í höfn. Getty/George Wood

Kínverjar eru nú orðnir miklir snókeráhugamenn eftir frábæra frammistöðu landa þeirra á heimsmeistaramótinu í snóker.

Nýjasta þjóðhetjan er Zhao Xintong sem varð fyrsti Kínverjinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í snóker.

Talið er að 150 milljónir Kínverja hafi horft á úrslitaleikinn í sjónvarpinu.

Xintong er ekki atvinnumaður í íþróttinni og varð því um leið fyrsti áhugamaðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn.

Xintong vann 18-12 sigur á Mark Williams í úrslitaleiknum og eftir leikinn þá sagði Williams að nýi heimsmeistarann væri framtíðar súperstjarna í íþróttinni.

Xintong er 28 ára gamall og hefur gælunafnið Hvirfilbylurinn. Hann er að koma til baka eftir að hafa verið dæmdur í bann fyrir hagræðingu úrslita árið 2023. Hann var ekki dæmdur fyrir að stunda slíkt heldur að vita af því og segja ekki frá því.

Xintong fékk því líka uppreisn æru með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×