Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar 6. maí 2025 15:33 Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívista og almennra borgara frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum. Hafið er okkar sameiginlega auðlind. Það nærir og verndar þjóðir okkar. Það vekur okkur til drauma og ferðalaga. Það veitir okkur sjálfbæra orku, viðskipti, auðlindir og óendanlega vísindalega þekkingu. Þriðjungur mannkyns reiðir sig á hafið um lífsviðurværi sitt, en þrátt fyrir það er það í hættu. Hafið er svæði sem er enn að mestu óþekkt og skortir alþjóðlega stjórnsýslu og fjármögnun sem nauðsynleg er til að varðveita það. Tölurnar eru áhyggjuefni: meira en átta milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega, samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindaritinu Science. Auk þess þjáist meira en þriðjungur fiskistofna af ofveiði, á meðan súrnun sjávar, hækkandi sjávarborð og eyðilegging hafkerfa eykst, sem bein afleiðing loftslagsbreytinga. Við verðum að bregðast við núna. Meira en nokkru sinni fyrr verðum við að tryggja að fjölþjóðlegar aðgerðir séu í samræmi við þær áskoranir sem felast í að vernda hafið. Tíu árum eftir COP21 og Parísarsamkomulagið, sem setti bindandi alþjóðlegan ramma til að takmarka loftslagsbreytingar, er þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna sögulegt tækifæri. „Nicesamningarnir um hafið“ geta myndað alþjóðlegan sáttmála um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins, í fullu samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru árið 2015. Til að ná þessu markmiði þurfa viðræður í Nice að vera virkar og verkmiðaðar með það að markmiði að bæta stjórnsýslu, auka fjármögnun og auka þekkingu á hafinu. Þegar kemur að stjórnsýslu er samningurinn undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningurinn) grundvallaratriði. Úthöfin, sem tekur yfir 60% af hafinu, er nú eina svæðið sem lýtur ekki alþjóðalögum. Skortur á eftirliti og sameiginlegum reglum veldur raunverulegu félagslegu og umhverfislegu hruni, með mikilli olíu- og plastmengun, ólöglegum og óreglulegum veiðiaðferðum og veiði á vernduðum spendýrum. Til að loka þessu lagalega tómarúmi þurfum við að tryggja að BBNJ-samningurinn verði staðfestur af 60 löndum svo hann geti tekið gildi. Verndun hafsins krefst bæði opinberrar sem og einkafjármögnunar og stuðnings við sjálfbært blátt hagkerfi. Til að geta haldið áfram að njóta þeirra stórkostlegu efnahagslegu tækifæra sem hafið býður upp á, þurfum við að tryggja að sjávarauðlindir geti endurnýjast. Í Nice verða kynntar nokkrar skuldbindingar fyrir alþjóðlega viðskipti, siglingar, ferðaþjónustu og fjárfestingar. Hafið hefur nært Ísland í gegnum aldirnar og lagt sitt af mörkum til nýlegrar velmegunar landsins. Ísland, sem hefur undirritað BBNJ-samninginn, er þjóð sem hefur sterka skuldbindingu til verndar hafinu og auðlindum þess og berst gegn plastmengun og ólöglegum veiðum. Fyrir Ísland er verndun hafsins einnig lykilatriði í þróun sjálfbærs blás hagkerfis. Samningurinn mun einnig stuðla að fæðuöryggi í heiminum með svokölluðum „bláum mat“, þar sem nýsköpun og vísindi eru virkjuð til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda sjávar — eins og sést hér á Íslandi í starfsemi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði sem stuðlar að sjálfbærri og arðbærri stjórn fiskistofna. Að lokum, hvernig getum við verndað eitthvað sem við þekkjum ekki – eða þekkjum ekki nægilega vel? Við þurfum að auka þekkingu okkar á hafinu og dreifa henni betur. Í dag getum við kortlagt yfirborð tunglsins eða Mars, en dýptir hafsins – sem þekja 70% af yfirborði jarðar – eru enn óþekktar. Við verðum því í sameiningu að nýta vísindi, nýsköpun og menntun til að skilja hafið betur og til almennrar vitundarvakningar. Í ljósi sífellt hraðari loftslagsbreytinga og ofnýtingar sjávarauðlinda er hafið einstakt mál. Það snertir alla. Í samhengi þar sem fjölþjóðahyggja er áskorun, megum við ekki gleyma sameiginlegri ábyrgð okkar. Hafið er alheimstenging, sem er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar. Sameiginlega getum við gert þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að mikilvægum vendipunkti fyrir þjóðir okkar, komandi kynslóðir og plánetu okkar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Frakkland Vísindi Umhverfismál Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívista og almennra borgara frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum. Hafið er okkar sameiginlega auðlind. Það nærir og verndar þjóðir okkar. Það vekur okkur til drauma og ferðalaga. Það veitir okkur sjálfbæra orku, viðskipti, auðlindir og óendanlega vísindalega þekkingu. Þriðjungur mannkyns reiðir sig á hafið um lífsviðurværi sitt, en þrátt fyrir það er það í hættu. Hafið er svæði sem er enn að mestu óþekkt og skortir alþjóðlega stjórnsýslu og fjármögnun sem nauðsynleg er til að varðveita það. Tölurnar eru áhyggjuefni: meira en átta milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega, samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindaritinu Science. Auk þess þjáist meira en þriðjungur fiskistofna af ofveiði, á meðan súrnun sjávar, hækkandi sjávarborð og eyðilegging hafkerfa eykst, sem bein afleiðing loftslagsbreytinga. Við verðum að bregðast við núna. Meira en nokkru sinni fyrr verðum við að tryggja að fjölþjóðlegar aðgerðir séu í samræmi við þær áskoranir sem felast í að vernda hafið. Tíu árum eftir COP21 og Parísarsamkomulagið, sem setti bindandi alþjóðlegan ramma til að takmarka loftslagsbreytingar, er þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna sögulegt tækifæri. „Nicesamningarnir um hafið“ geta myndað alþjóðlegan sáttmála um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins, í fullu samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru árið 2015. Til að ná þessu markmiði þurfa viðræður í Nice að vera virkar og verkmiðaðar með það að markmiði að bæta stjórnsýslu, auka fjármögnun og auka þekkingu á hafinu. Þegar kemur að stjórnsýslu er samningurinn undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningurinn) grundvallaratriði. Úthöfin, sem tekur yfir 60% af hafinu, er nú eina svæðið sem lýtur ekki alþjóðalögum. Skortur á eftirliti og sameiginlegum reglum veldur raunverulegu félagslegu og umhverfislegu hruni, með mikilli olíu- og plastmengun, ólöglegum og óreglulegum veiðiaðferðum og veiði á vernduðum spendýrum. Til að loka þessu lagalega tómarúmi þurfum við að tryggja að BBNJ-samningurinn verði staðfestur af 60 löndum svo hann geti tekið gildi. Verndun hafsins krefst bæði opinberrar sem og einkafjármögnunar og stuðnings við sjálfbært blátt hagkerfi. Til að geta haldið áfram að njóta þeirra stórkostlegu efnahagslegu tækifæra sem hafið býður upp á, þurfum við að tryggja að sjávarauðlindir geti endurnýjast. Í Nice verða kynntar nokkrar skuldbindingar fyrir alþjóðlega viðskipti, siglingar, ferðaþjónustu og fjárfestingar. Hafið hefur nært Ísland í gegnum aldirnar og lagt sitt af mörkum til nýlegrar velmegunar landsins. Ísland, sem hefur undirritað BBNJ-samninginn, er þjóð sem hefur sterka skuldbindingu til verndar hafinu og auðlindum þess og berst gegn plastmengun og ólöglegum veiðum. Fyrir Ísland er verndun hafsins einnig lykilatriði í þróun sjálfbærs blás hagkerfis. Samningurinn mun einnig stuðla að fæðuöryggi í heiminum með svokölluðum „bláum mat“, þar sem nýsköpun og vísindi eru virkjuð til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda sjávar — eins og sést hér á Íslandi í starfsemi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði sem stuðlar að sjálfbærri og arðbærri stjórn fiskistofna. Að lokum, hvernig getum við verndað eitthvað sem við þekkjum ekki – eða þekkjum ekki nægilega vel? Við þurfum að auka þekkingu okkar á hafinu og dreifa henni betur. Í dag getum við kortlagt yfirborð tunglsins eða Mars, en dýptir hafsins – sem þekja 70% af yfirborði jarðar – eru enn óþekktar. Við verðum því í sameiningu að nýta vísindi, nýsköpun og menntun til að skilja hafið betur og til almennrar vitundarvakningar. Í ljósi sífellt hraðari loftslagsbreytinga og ofnýtingar sjávarauðlinda er hafið einstakt mál. Það snertir alla. Í samhengi þar sem fjölþjóðahyggja er áskorun, megum við ekki gleyma sameiginlegri ábyrgð okkar. Hafið er alheimstenging, sem er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar. Sameiginlega getum við gert þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að mikilvægum vendipunkti fyrir þjóðir okkar, komandi kynslóðir og plánetu okkar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun