Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 2. maí 2025 07:01 Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun