Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 15:03 Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Skilaboðin voru vitanlega þau að hún ætti að beita sér fyrir inngöngu í sambandið. Hins vegar vekur athygli að engin haldbær rök komu fram í greininni fyrir því hvers vegna rétt væri fyrir hreyfinguna að gera það. Fullyrt var þess í stað einungis að innganga í Evrópusambandið væri kjaramál án þess að gerð væri í raun tilraun til þess að færa rök fyrir því. Ekki var minnzt einu orði á evruna sem til þessa hefur verið það sem Evrópusambandssinnar hafa helzt haldið á lofti. Mögulega þar sem sá stöðugleiki og lágir vextir sem þeir hafa sagt að fylgdu henni eru birtingarmynd efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi litlum eða engum hagvexti og viðvarandi miklu atvinnuleysi. Fimm prósent af alþingismanni Fram kemur þess í stað í greininni að með inngöngu í Evrópusambandið væri hægt að halda uppi hagsmunagæzlu „með íslenzkum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins.“ Fyrir það fyrsta eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn og dómstóli sambandsins ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn sambandsins sem óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Hvað þing Evrópusambandsins varðar hefði Ísland þar sex þingmenn af yfir 700 sem væri hliðstætt á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri innan ráðherraráðsins þar sem vægi landsins yrði allajafna einungis á við 5% af alþingismanni enda íbúafjöldi ríkja sambandsins í lykilhlutverki þegar langflestar ákvarðanir ráðsins eru teknar. Þar á meðal þegar sjávarútvegs- og orkumál eru annars vegar sem og kjaramál í flestum tilfellum. Vill halda Noregi sameinuðum Minnzt er á Noreg í greininni og umræðuna um Evrópusambandið þar i landi. Tillögu um að norski Verkamannaflokkurinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, legði áherzlu á inngöngu í sambandið var einmitt hafnað á landsfundi flokksins á dögunum sem og tillögu um þjóðaratkvæði í þeim efnum. Þess í stað var samþykkt óbreytt stefna um að ekki væri stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og að því yrði ekki breytt nema með samþykki nýs landsfundar. „Við þurfum nú að beina orkunni að því að standa vörð um norska hagsmuni. Ekki að eyða henni í langt, krefjandi umsóknarferli sem hætta er á að sundri okkur,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, í ræðu sinni á fundinum. Þjóðaratkvæði um Evrópusambandið væri ekki bezt fyrir Noreg í ljósi heimsmálanna. „Við erfiðar aðstæður vil ég frekar halda Noregi sameinuðum en setja af stað ný átök með eða á móti.“ Talaði eins þar til eftir kosningar Með sama hætti talaði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þar til eftir þingkosningarnar í nóvember. Hvað norsku verkalýðshreyfinguna varðar hefur hún að sama skapi ekki inngöngu í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Þá hafa jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku og þarlendar verkalýðshreyfingar viðrað áhyggjur af framtíð norræna vinnumarkaðsmódelsins vegna áforma um samræmd lágmarkslaun innan sambandsins. Hér erum við ekki farin að ræða til dæmis um félagsleg undirboð sem verkalýðshreyfingar einkum í norrænum ríkjum innan Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum af. Hvað evruna síðan varðar er ekki að ástæðulausu að einungis eitt þeirra, Finnland, hefur tekið hana upp. Full ástæða er því til þess að taka undir hvatningu Dagbjartar til verkalýðshreyfingarinnar um þátttöku í umræðunni. Væntanlega yrði það þá á sömu nótum og hjá norskum kollegum hennar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun