Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar 1. maí 2025 07:31 Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi. Hluti af fötluðu fólki eru örorkulífeyristakar en hér á landi eru þeir um 19.000 þúsund en í aðildarfélögum ÖBÍ réttindasamtaka eru um 40.000 meðlimir sem eru fatlaðir á einhvern hátt. Almennt vísar örorka til skertrar starfsgetu. Það er því fagnaðarefni að 1.september nk. eiga að koma til framkvæmda lög þar sem kveðið er á um breytingar er varða atvinnuþátttöku og atvinnutekjur öryrkja. Áskorun að klæðskerasníða vinnuumhverfið Framundan eru miklar breytingar varðandi atvinnuþátttöku öryrkja og um leið breyttrar samsetningar örorkulífeyris. Þar eiga atvinnutekjur ekki að skerða örorkulífeyri eins mikið og hingað til hefur verið. Stjórnvöld heita því um leið að gerð verði gangskör að því að skapa fjölbreytt störf fyrir öryrkja en hingað til hafa þau störf sem hafa verið í boði oftar en ekki verið einhæf láglaunastörf. Það hefur lengi verið vitað að fólk með skerta starfsgetu á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Þessu ætla stjórnvöld nú að breyta. Áðurnefnt frumvarp þess efnis á að einfalda kerfið til muna og um leið að hækka lífeyrinn. Ekki ætla ég að dæma kerfi sem enn er ekki komið í gagnið en mér virðast frítekjumörk enn vera of lág. Þá er eftir sú áskorun að oft þarf að klæðaskerasníða vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfir getu, færni og heilsu hvers öryrkja. Misskiljið mig samt ekki, ég fagna þessum áformum, þó ég sé dálítið skeptísk, því þátttaka á vinnumarkaði gæti dregið verulega úr félaglegri einangrun fatlaðs fólks. En störfin, og þá við hæfi, verða að vera til í veruleikanum. Borgararéttindi fatlaðs fólks En skoðum aðeins borgararéttindi fatlaðs fólks. Með hugtakinu er átt við breytingar á formlegri stöðu og réttindum í samfélaginu eins og það birtist t.d.í lögum. Það var ekki fyrr en á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem tímamótalög voru sett um formlega stöðu fatlaðs fólks. Í kjölfar réttindabaráttu þeirra hefur orðið til samfélagsleg viðhorfsbreyting í þeirra garð, en þó er enn víða pottur brotinn. Þrátt fyrir að ýmis mann- og borgararéttindi fatlaðra hafi verið færð í lög hefur barátta þeirra að mörgu leyti verið erfiðari en ófatlaðra. Það á t.d. um hluti sem flestum þykja sjálfsagðir eins og að geta búið í hentugu húsnæði, öðlast menntun, fá fjölbreytt tækifæri á vinnumarkaði og laun í samræmi við það. Þá hefur fatlað fólk lítið komist áfram í stjórnmálum og er sjaldan í öruggum sætum hjá flestum stjórnmálaflokkum. Borgararéttindi fatlaðs fólk til jafns á við ófatlað? Ófatlaðir hafa heilt yfir getað iðkað sín borgararéttindi betur en fatlað fólk. Þau síðarnefndu eiga enn við ramman reip að draga í reynd. Þess vegna göngum við nú á 1.maí undir forgönguborðanum: Sköpum störf við hæfi! Það er fyrst og fremst ákall um möguleikana á að fatlað fólk geti iðkað sín borgararéttindi. Á spjöldum okkar stendur m.a. Atvinnutækifæri, já takk! Aðgengi fyrir öll! og Tækifæri til samfélagsþátttöku! Við viljum að raunverulegar breytingar verði á lífi og högum okkar með frekari atvinnuþátttöku sem byggir á fjölbreyttum og vel launuðum störfum. Í öryrkjum býr nefnilega mikill mannauður! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun