Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. apríl 2025 13:03 Ljósmyndarinn Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir gerði nýverið samning við Apple um birtingar á myndum hennar. Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég trúði þessu varla,“ segir Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir ljósmyndari sem gerði nýverið samning við tæknirisann Apple um birtingu á myndum eftir hana. Í gær birti Apple mynd Írisar á Instagram reikningi þeirra sem er með rúmlega 34 milljónir fylgjenda. „Þetta er rosa stórt og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli. Ég var í páskafríi í Róm þegar Apple hafði samband við mig í gegnum Instagram og vildu fá að spjalla við mig. Við vorum í miklum tölvupóstsamskiptum sem fór þannig að þeir vildu gera samning við mig um að birta myndir eftir mig.“ Alin upp í myrkraherbergi Íris er dugleg að ferðast og bjó um tíma á Spáni. Í dag er hún búsett í Mosfellsbæ og starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem hún segir besta vinnustað í heimi. Samhliða því er ljósmyndun mikil ástríða hjá henni og hefur fylgt henni alla ævi. Ljósmyndun hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Írisar.Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég er alin upp í kringum þetta. Pabbi minn var ljósmyndari í den og ég var mikið í myrkraherberginu að fylgjast með öllu og að mynda sjálf. Ég á enn í dag mína fyrstu myndavél og það má segja að ég hafi verið viðloðin myndavélina frá því ég var krakki. Svo er þetta bara algjör ástríða hjá mér og ég elska líka að geta nýtt tæknina á símanum. Síminn er auðvitað tæki sem maður er alltaf með og ég er ekkert alltaf með stóru myndavélina mína með mér. Þetta hefur breyst svo í gegnum tíðina, myndavélasímarnir eru orðnir svo góðir og það eru komnir svo geggjaðir möguleikar þangað. Bestu myndirnar mínar hafa verið teknar á síma, ég fer að rölta um í bænum gagngert til að horfa á umhverfið. Ég er alltaf með augun opin,“ segir Íris hlæjandi. Myllumerkið kom henni á kortið Íris er því mjög dugleg að taka myndir á símann sinn og birta þær á samfélagsmiðla. „Þegar ég birti myndir nota ég gjarnan myllumerkið #shotoniphone eða skotið á iphone síma, sem yfir 30 milljón manns hafa líka notað. Þeir hjá Apple skrifuðu í skilaboðum til mín að þeir hefðu fundið mig þar, verið að fylgjast með mér og vista myndir frá mér og nú langaði þá að gera samning við mig.“ Tilhlökkunin var að sjálfsögðu mikil hjá Írisi. „Ég trúði þessu varla. Ég var bara í fríi þarna í Róm og var í fjóra daga í samskiptum við þá um hvernig þeir myndu gera þetta. Svo bara birta þeir myndina í gær, ég hélt ekki að þetta myndi gerast svona fljótt.“ Opnar á spennandi tækifæri Myndin sem um ræðir er af syni Írisar og undir henni stendur: „Þessi mynd af syni mínum minnir mig á ást, minningar og hvernig lífið er alltaf að tala mjúkt við okkur ef við stöldrum við og hlustum.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Apple er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í heimi og tugir milljóna sáu mynd Írisar á aðgangi þeirra. „Ég ætlaði varla að geta sofnað í gær, ég auðvitað af því að þeir myndu birta myndirnar en ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Ég kom bara heim úr fríinu síðasta sunnudag þannig ég var enn þá að melta þetta svolítið. Svo birtist myndin og ég er bara í skýjunum. Þetta er ótrúleg viðurkenning.“ Það verður spennandi að sjá hvaða ævintýri bíða hennar í ljósmynduninni sem hún heldur áfram að sinna af krafti samhliða starfi sínu. Viðbrögðin hafa að sama skapi verið gríðarlega mikil. „Ég er búin að fá alveg fullt af bæði fylgjendum og skilaboðum. Það er bara að fyllast hjá mér pósthólfið og skilaboð frá alls konar fólki sem vill fara í eitthvað samstarf,“ segir Íris glöð í bragði að lokum. Hér má fylgjast með Írisi á samfélagsmiðlinum Instagram. Ljósmyndun Bandaríkin Apple Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
„Þetta er rosa stórt og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli. Ég var í páskafríi í Róm þegar Apple hafði samband við mig í gegnum Instagram og vildu fá að spjalla við mig. Við vorum í miklum tölvupóstsamskiptum sem fór þannig að þeir vildu gera samning við mig um að birta myndir eftir mig.“ Alin upp í myrkraherbergi Íris er dugleg að ferðast og bjó um tíma á Spáni. Í dag er hún búsett í Mosfellsbæ og starfar hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem hún segir besta vinnustað í heimi. Samhliða því er ljósmyndun mikil ástríða hjá henni og hefur fylgt henni alla ævi. Ljósmyndun hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Írisar.Íris Rut Bergmann Marteinsdóttir „Ég er alin upp í kringum þetta. Pabbi minn var ljósmyndari í den og ég var mikið í myrkraherberginu að fylgjast með öllu og að mynda sjálf. Ég á enn í dag mína fyrstu myndavél og það má segja að ég hafi verið viðloðin myndavélina frá því ég var krakki. Svo er þetta bara algjör ástríða hjá mér og ég elska líka að geta nýtt tæknina á símanum. Síminn er auðvitað tæki sem maður er alltaf með og ég er ekkert alltaf með stóru myndavélina mína með mér. Þetta hefur breyst svo í gegnum tíðina, myndavélasímarnir eru orðnir svo góðir og það eru komnir svo geggjaðir möguleikar þangað. Bestu myndirnar mínar hafa verið teknar á síma, ég fer að rölta um í bænum gagngert til að horfa á umhverfið. Ég er alltaf með augun opin,“ segir Íris hlæjandi. Myllumerkið kom henni á kortið Íris er því mjög dugleg að taka myndir á símann sinn og birta þær á samfélagsmiðla. „Þegar ég birti myndir nota ég gjarnan myllumerkið #shotoniphone eða skotið á iphone síma, sem yfir 30 milljón manns hafa líka notað. Þeir hjá Apple skrifuðu í skilaboðum til mín að þeir hefðu fundið mig þar, verið að fylgjast með mér og vista myndir frá mér og nú langaði þá að gera samning við mig.“ Tilhlökkunin var að sjálfsögðu mikil hjá Írisi. „Ég trúði þessu varla. Ég var bara í fríi þarna í Róm og var í fjóra daga í samskiptum við þá um hvernig þeir myndu gera þetta. Svo bara birta þeir myndina í gær, ég hélt ekki að þetta myndi gerast svona fljótt.“ Opnar á spennandi tækifæri Myndin sem um ræðir er af syni Írisar og undir henni stendur: „Þessi mynd af syni mínum minnir mig á ást, minningar og hvernig lífið er alltaf að tala mjúkt við okkur ef við stöldrum við og hlustum.“ View this post on Instagram A post shared by apple (@apple) Apple er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í heimi og tugir milljóna sáu mynd Írisar á aðgangi þeirra. „Ég ætlaði varla að geta sofnað í gær, ég auðvitað af því að þeir myndu birta myndirnar en ég átti svo erfitt með að trúa þessu. Ég kom bara heim úr fríinu síðasta sunnudag þannig ég var enn þá að melta þetta svolítið. Svo birtist myndin og ég er bara í skýjunum. Þetta er ótrúleg viðurkenning.“ Það verður spennandi að sjá hvaða ævintýri bíða hennar í ljósmynduninni sem hún heldur áfram að sinna af krafti samhliða starfi sínu. Viðbrögðin hafa að sama skapi verið gríðarlega mikil. „Ég er búin að fá alveg fullt af bæði fylgjendum og skilaboðum. Það er bara að fyllast hjá mér pósthólfið og skilaboð frá alls konar fólki sem vill fara í eitthvað samstarf,“ segir Íris glöð í bragði að lokum. Hér má fylgjast með Írisi á samfélagsmiðlinum Instagram.
Ljósmyndun Bandaríkin Apple Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira