Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar 30. apríl 2025 10:02 Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Góðan daginn, blessuðu lesendur! Vitið þið af hverju ég elska þjóðfræði? Hún er vel til þess fallin til að skoða hópa mjög náið. Í staðinn fyrir tölfræði og spurningakannanir, þá eru þjóðfræðingar frekar oft í því að tala við fólkið beint og fá þessa djúsí, persónubundna bita sem einungis er hægt að fá úr nánu samtali. Satt að segja eru djúpviðtöl mjög skemmtileg leið til að læra um hópa og einstaklingana sem eru tilheyra honum. Þegar ég lærði um tilvist íslenskra furries, þá vissi ég að ég þyrfti að rannsaka þann hóp nánar. Ég var nógu heppin að fá að taka viðtal við nokkra einstaklinga sem eru meðlimir þessa samfélags. Við töluðum um lífið og veginn, um „fursónur“ og tengsl einstaklingana við þær og einnig töluðum við um „fursuits“ – sem eru dýrabúningar og kannski það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það heyrir orðið „furries“. Það sem ég fann út er að þetta er bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál. Það er mikilvægt að auka þekkingu á hópnum og þess vegna langar mig að kynna ykkur aðeins fyrir honum. En hvað er ‚furry‘ eiginlega? Mikill hluti af furry-fólki eru listamenn, rithöfundar, tölvuleikja- og hlutverkaleikjaspilarar. Það sem einkennir „furry“-hópinn mest er manngerving dýra, og að taka að sér hlutverk dýrslegrar persónu, eða „fursónu“, en nafnið er dregið af orðunum ‚furry‘ og ‚persóna‘. Getur þetta komið fram í list, hlutverkaleikjum og annars konar performans. Margir af meðlimum furry samfélagsins búa til, eða fái einhvern annan til þess að búa til, búning í mynd fursónu sinnar (Roberts, 2022). En hvað er fursóna? Margar ástæður geta legið að baki þess að fólk bregður sér í gervi fursónu. Stór hluti þeirra sem finna sig í furry-samfélaginu er fólk sem hefur upplifað sig utangarðs. Þetta getur verið hinsegin fólk og jafnvel skynsegin fólk. Það að geta tekið að sér hlutverk einhverrar annarrar persónu getur hjálpað mikið með að byggja upp sjálfstraust. Sérstaklega þegar þetta er persóna sem maður vill frekar vera (Icelandfurs, e.d.). Og af hverju ekki að lifa sig enn þá meira inn í hlutverkið með því að klæðast búning sem líkist fursónunni? Búningahönnunin Heilmikil vinna og efniviður fer í að sauma slíkan búning, eða „fursuit“ saman. Algengt er að nota frauðplast til að móta höfuðkúpuna og síðan límband til að búa til búkinn, en einnig er hægt að nota önnur efni, eins og trefjaplast. Eftir að formin hafa verið búin til er loðfeldurinn annaðhvort límdur eða saumaður á. Í gerð höfuðsins þarf einnig að gæta þess að augnholur séu til staðar. Það þýðir ekkert að labba um í blindni þótt sætur sé. Algengast er að augnholurnar séu þar sem augun á grímunni eru, eða í gegnum nasaholurnar. Ekki eiga allir furries sinn eigin búning. Margar ástæður liggja þar að baki. Það getur verið dýrt að búa svona búning til. Einnig er hann frekar plássfrekur. Margir grípa til þess ráðs að búa bara til hluta af svona búning, eins og bara höfuð og loppur (Wikifur, 2024) Búningurinn er örugglega eitt stærsta tákn furries. Þegar fólk er beðið um að ímynda sér hvernig furry einstaklingur lítur út þá er búningurinn yfirleitt það fyrsta sem dúkkar upp í kollinum á þeim. En ekki eiga allir furries svona búning, enda fer mikil vinna og peningur í hönnun og viðhald. Það er því ekki nauðsynlegt fyrir furries að eiga slíkan mun til að geta talist meðlimir hópsins. Það eina sem þarf er að hafa gaman af list þar sem mannleg dýr eru í fararbroddi. Þetta er skemmtilegur hópur, sem ég hvet öll sem hafa áhuga til að kynna sér! Höfundur er þjóðfræðinemi og listafrík. Heimildaskrá Iceland Furs, (e.d.) Hvað er „Furry?“ https://icelandfurs.is/hvad-er-furry/ Roberts, S.E., 2022, 7. nóvember. What are ‚furries?‘ Debunking myths about kids identifying as animals, and litter boxes in schools. Wikifur, (2024. 6. nóvember), Fursuit making https://en.wikifur.com/wiki/Fursuit_making
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun