Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar 29. apríl 2025 12:00 20. nóvember sl var haldinn fundur í Árnesi þar sem Landsvirkjun og Vegagerðin kynntu framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Fyrst nokkur atriði um fundinn. Hann var illa skipulagður. Fundur hófst kl. 17. 30 og klukkan 19. þurftu fundarmenn að fara í annan sal þar sem kóræfing var að hefjast. Við það tvístraðist hópurinn. Landsvirkjun og Vegagerðin höfðu þá kynnt Hvammsvirkjun og raskið í kringum hana. Þarna leystist fundurinn upp og íbúar sem vildu ræða málin gátu það ekki nema maður á mann. Það vakti athygli mína að ekki var auðvelt að ná tali af aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar þar sem hún var í fjörugum hrókasamræðum við oddvita svetarfélagsins. Þarna leið mér eins og ég væri kominn í álfheima eða tröllheima þar sem menn voru lokkaðir. Ég hélt að þarna hefði átt að vera tækifæri fyrir óbreytta að ræða m.a. við aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Þessi framkoma ykkar finnst mér algjörlega óboðleg. Það er ekki nóg að tala við jáfólkið. En því miður í samræmi við undirbúningsferli fyrir Hvammsvirkjun. Heimagerðir sérfræðingar Landsvirkjunar Eftir að hafa fylgst með þróun mála, hvað varðar Hvammsvirkjun og fleiri virkjanir í neðri hluta Þjórsár sýnist mér, að Landsvirkjun hlusti ekki á neina nema eigin sérfræðinga. Það virðist sama þó fagmenn á ýmsum sviðum, bendi á hluti sem komi alls ekki til með að ganga upp, þá virðist Landsvirkjun yppa öxlum og gera liíð úr áliti annarra. Seiðafleytur þær sem Landsvirkjun ætlar að setja upp hafa hvergi virkað. Með Hvammsvirkjun setur Landsvirkjun laxastofninn í Þjórsá í mikla hættu og óvissu. Landsvirkjun virðist áskilja sér rétt til að gera óafturkræfar tilraunir með laxastofninn og vona það besta. Þá skellir Landsvirkjun skollaeyrum við ógninni sem stafar af virkjun á virku gos- og sprungusvæði í byggð. Þar sem mér hafa ekki borist svör við spurningum sem ég sendi á Landsvirkjun í desember síðastliðnum, sé ég mig knúinn til að spyrja með þessum hætti. Ég hef ítrekað beðið um svör og framan af var talað um að verið væri að taka þau saman en síðar var mér boðið í kaffispjall. Góðir grannar Landsvirkjun hefur á heimasíðu sinni og greinaskrifum starfsmanna eytt nokkru púðri í að sannfæra okkur nágranna Þjórsár og aðra landsmenn um að hún sé góður granni. Vissulega hefur Landsvirkjun gert margt gott fyrir samfélagið. Það ber að virða og meta. Það ætla ég ekki að tíunda hér en vísa á greinaskrif Landsvirkjunarfólks og á heimasíðu hennar. Mín tilfinnig er ekki að það eitt að vera sammála í einu og öllu geri fólk að góðum grönnum. Vinur er sá sem til vamms segir. Ætli það eigi ekki líka við um góða granna. Í mbl.is 5.3.25 kemur m.a. fram. „Dæmi eru um það að tekjur sem skila sér til sveitarfélaga frá orkumannvirkjum séu minni en sú skerðing á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem fylgir iðulega í kjölfarið á auknum tekjum. Sveitarfélög verða því jafnvel fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum þess að orkumannvirki eru reist á landi þeirra.“ Á sama stað segir oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps og er hreint ekki sannfærður um að nærsamfélagið græði mikið beint á virkjununum. Hann segir m.a. „Vð í sveitarfélaginu lögðum fram mjög ítarleg gögn sem voru reiknuð út af KPMG árið 2023 og þar sýndum við samspil þessara þátta í okkar sveitarfélagi, í sumum tilfellum erum við í beinu tapi en í öðrum tilfellum í örlitlum ávinningi en raunverulegi ávinningur af þessari miklu orkuframleiðslu var ekki að skila sér til okkar í núverandi skattaumhverfi,“ sagði Haraldur í samtali við mbl.is. Hér koma svo spurningar sem ég ég hef ekki enn fengið svör við og óska nú eftir svörum. Finnst Lv. eðlilegt að stórum hluta úrelt 20 ára umhverfismat sé notað? Hvorki er tekið tillit til lífríkis, lífrræðilegrar fjölbreytni, laga um stjórn vatnamála, loftslagsmála né heldur fjölda alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið á tímabilinu. Er eðlilegt að Lv. sé byrjuð að leggja vegi og fleira þrátt fyrir dóm Héraðsdóms? Löglegt segja menn en mér finnst það siðlaust. Er forsvaranlegt að fulltrúar Lv. séu komnir inn á gafl hjá meirihluta hreppsnefndar rétt fyrir leyfisveitingu. Er slík hegðun ekki íþyngjandi fyrir ákvörðun sveitarfélagsins um að veita framkvæmdaleyfi? Ég óska hér með eftir fundargerð af þeim fundi. Hefur Landsvirkjun engar áhyggjur af 400 ha lóni á jarðfræðilega virku og síkviku sprungusvæði í byggð? Er áhættumat frá 2008 ásættanlegt og er það rétt að það sé bara miðað við íbúðarhúsnæði? Hefur Lv. engar áhyggjur af laxastofninum í Þjórsá, lífræðilegri fjölbreytni og ábyrgðartegundum eins og spóa og fleiri fuglum? Ekkert mat er gert á áhrifum framkvæmdar á árósa Þjórsár. Í hvað á orkan frá Hvamsvirkjun að fara; fer hún í orkuskipti innanlands, forgang heimila eða hvað? Hvaða samningar liggja undir? Óska hér með eftir formlegu svari við því. Höfundur er bóndi og kennari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
20. nóvember sl var haldinn fundur í Árnesi þar sem Landsvirkjun og Vegagerðin kynntu framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Fyrst nokkur atriði um fundinn. Hann var illa skipulagður. Fundur hófst kl. 17. 30 og klukkan 19. þurftu fundarmenn að fara í annan sal þar sem kóræfing var að hefjast. Við það tvístraðist hópurinn. Landsvirkjun og Vegagerðin höfðu þá kynnt Hvammsvirkjun og raskið í kringum hana. Þarna leystist fundurinn upp og íbúar sem vildu ræða málin gátu það ekki nema maður á mann. Það vakti athygli mína að ekki var auðvelt að ná tali af aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar þar sem hún var í fjörugum hrókasamræðum við oddvita svetarfélagsins. Þarna leið mér eins og ég væri kominn í álfheima eða tröllheima þar sem menn voru lokkaðir. Ég hélt að þarna hefði átt að vera tækifæri fyrir óbreytta að ræða m.a. við aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Þessi framkoma ykkar finnst mér algjörlega óboðleg. Það er ekki nóg að tala við jáfólkið. En því miður í samræmi við undirbúningsferli fyrir Hvammsvirkjun. Heimagerðir sérfræðingar Landsvirkjunar Eftir að hafa fylgst með þróun mála, hvað varðar Hvammsvirkjun og fleiri virkjanir í neðri hluta Þjórsár sýnist mér, að Landsvirkjun hlusti ekki á neina nema eigin sérfræðinga. Það virðist sama þó fagmenn á ýmsum sviðum, bendi á hluti sem komi alls ekki til með að ganga upp, þá virðist Landsvirkjun yppa öxlum og gera liíð úr áliti annarra. Seiðafleytur þær sem Landsvirkjun ætlar að setja upp hafa hvergi virkað. Með Hvammsvirkjun setur Landsvirkjun laxastofninn í Þjórsá í mikla hættu og óvissu. Landsvirkjun virðist áskilja sér rétt til að gera óafturkræfar tilraunir með laxastofninn og vona það besta. Þá skellir Landsvirkjun skollaeyrum við ógninni sem stafar af virkjun á virku gos- og sprungusvæði í byggð. Þar sem mér hafa ekki borist svör við spurningum sem ég sendi á Landsvirkjun í desember síðastliðnum, sé ég mig knúinn til að spyrja með þessum hætti. Ég hef ítrekað beðið um svör og framan af var talað um að verið væri að taka þau saman en síðar var mér boðið í kaffispjall. Góðir grannar Landsvirkjun hefur á heimasíðu sinni og greinaskrifum starfsmanna eytt nokkru púðri í að sannfæra okkur nágranna Þjórsár og aðra landsmenn um að hún sé góður granni. Vissulega hefur Landsvirkjun gert margt gott fyrir samfélagið. Það ber að virða og meta. Það ætla ég ekki að tíunda hér en vísa á greinaskrif Landsvirkjunarfólks og á heimasíðu hennar. Mín tilfinnig er ekki að það eitt að vera sammála í einu og öllu geri fólk að góðum grönnum. Vinur er sá sem til vamms segir. Ætli það eigi ekki líka við um góða granna. Í mbl.is 5.3.25 kemur m.a. fram. „Dæmi eru um það að tekjur sem skila sér til sveitarfélaga frá orkumannvirkjum séu minni en sú skerðing á framlögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem fylgir iðulega í kjölfarið á auknum tekjum. Sveitarfélög verða því jafnvel fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum þess að orkumannvirki eru reist á landi þeirra.“ Á sama stað segir oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps og er hreint ekki sannfærður um að nærsamfélagið græði mikið beint á virkjununum. Hann segir m.a. „Vð í sveitarfélaginu lögðum fram mjög ítarleg gögn sem voru reiknuð út af KPMG árið 2023 og þar sýndum við samspil þessara þátta í okkar sveitarfélagi, í sumum tilfellum erum við í beinu tapi en í öðrum tilfellum í örlitlum ávinningi en raunverulegi ávinningur af þessari miklu orkuframleiðslu var ekki að skila sér til okkar í núverandi skattaumhverfi,“ sagði Haraldur í samtali við mbl.is. Hér koma svo spurningar sem ég ég hef ekki enn fengið svör við og óska nú eftir svörum. Finnst Lv. eðlilegt að stórum hluta úrelt 20 ára umhverfismat sé notað? Hvorki er tekið tillit til lífríkis, lífrræðilegrar fjölbreytni, laga um stjórn vatnamála, loftslagsmála né heldur fjölda alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið á tímabilinu. Er eðlilegt að Lv. sé byrjuð að leggja vegi og fleira þrátt fyrir dóm Héraðsdóms? Löglegt segja menn en mér finnst það siðlaust. Er forsvaranlegt að fulltrúar Lv. séu komnir inn á gafl hjá meirihluta hreppsnefndar rétt fyrir leyfisveitingu. Er slík hegðun ekki íþyngjandi fyrir ákvörðun sveitarfélagsins um að veita framkvæmdaleyfi? Ég óska hér með eftir fundargerð af þeim fundi. Hefur Landsvirkjun engar áhyggjur af 400 ha lóni á jarðfræðilega virku og síkviku sprungusvæði í byggð? Er áhættumat frá 2008 ásættanlegt og er það rétt að það sé bara miðað við íbúðarhúsnæði? Hefur Lv. engar áhyggjur af laxastofninum í Þjórsá, lífræðilegri fjölbreytni og ábyrgðartegundum eins og spóa og fleiri fuglum? Ekkert mat er gert á áhrifum framkvæmdar á árósa Þjórsár. Í hvað á orkan frá Hvamsvirkjun að fara; fer hún í orkuskipti innanlands, forgang heimila eða hvað? Hvaða samningar liggja undir? Óska hér með eftir formlegu svari við því. Höfundur er bóndi og kennari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun