Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2025 23:31 Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands hefur áhyggjur af rekstri skólans í höndum Rafmenntar. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör hvers vegna skólinn fékk ekki að verða að háskóla eða hvers vegna hann fékk ekki fjármnuni frá ríkinu eins og lofað var. Eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrota í lok mars keypti Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, eignir þrotabúsins og klára nemendur önnina þar. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. „Það eru fjárhæðir inni á fjárlögum merktir skólanum sem við fáum ekki útgreidda. Við erum ekki með hreinar og skýrar skýringar á því af hverju við fáum það ekki. Þannig að vendipunkturinn er hreinlega að við erum ekki afgreidd fyrir fjármuni sem að skólinn á,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Hann fagnar því að Rafmennt hafi tryggt það að nemendur klári námið. „Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því hvað þeir eru að lítillækka námið eða umgjörðina. Það er þannig í skólastarfi að þú verður alltaf að bjóða upp á full gæði á hverjum degi og það er ekki hægt að segja upp rektor, segja upp fagstjórum, segja upp öllum og halda því svo fram að þú sért að bjóða upp á sömu kennslu.“ Kvikmyndaskóli Íslands hafi virtar alþjóðaviðurkenningar sem gætu glatast ef fram heldur sem horfir. „Þannig að ég hef áhyggjur af því að þeir hreinlega viti ekki hvað þeir eru að gera,“ segir Böðvar. Skólinn reyndi lengi vel að koma í gegn námið yrði viðurkennt sem háskólanám, en það gekk ekki eftir. „Málið er að ég veit ekki alveg hvers vegna. Við höfum verið að reyna þrýsta á ráðuneyti háskólamála að fá hrein og skýr svör hvaða skilyrði háskólalaga það eru sem að við uppfyllum ekki og við höfum ekki fengið þau svör.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrota í lok mars keypti Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, eignir þrotabúsins og klára nemendur önnina þar. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. „Það eru fjárhæðir inni á fjárlögum merktir skólanum sem við fáum ekki útgreidda. Við erum ekki með hreinar og skýrar skýringar á því af hverju við fáum það ekki. Þannig að vendipunkturinn er hreinlega að við erum ekki afgreidd fyrir fjármuni sem að skólinn á,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Hann fagnar því að Rafmennt hafi tryggt það að nemendur klári námið. „Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því hvað þeir eru að lítillækka námið eða umgjörðina. Það er þannig í skólastarfi að þú verður alltaf að bjóða upp á full gæði á hverjum degi og það er ekki hægt að segja upp rektor, segja upp fagstjórum, segja upp öllum og halda því svo fram að þú sért að bjóða upp á sömu kennslu.“ Kvikmyndaskóli Íslands hafi virtar alþjóðaviðurkenningar sem gætu glatast ef fram heldur sem horfir. „Þannig að ég hef áhyggjur af því að þeir hreinlega viti ekki hvað þeir eru að gera,“ segir Böðvar. Skólinn reyndi lengi vel að koma í gegn námið yrði viðurkennt sem háskólanám, en það gekk ekki eftir. „Málið er að ég veit ekki alveg hvers vegna. Við höfum verið að reyna þrýsta á ráðuneyti háskólamála að fá hrein og skýr svör hvaða skilyrði háskólalaga það eru sem að við uppfyllum ekki og við höfum ekki fengið þau svör.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira