Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 26. apríl 2025 11:02 Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun