Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 23. apríl 2025 23:00 Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Háskólar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun