Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 15:55 Sigurður Breki Kárason skoraði eitt marka KR í dag. Hilmar Þór Sigurður Breki Kárason, sem varð á dögunum yngsti leikmaður til að byrja leik í sögu efstu deildar karla í fótbolta á dögunum, skoraði eitt marka KR sem flaug áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í sama leik. Valsmenn komust einnig áfram, með sigri gegn Grindavík. Alexander, sem var aðeins 14 ára þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn í fyrra, fagnaði 15 ára afmæli í síðustu viku. Hann skoraði svo tvö mörk og átti stóran þátt í sjálfsmarki gestanna í Vesturbænum í dag, í 11-0 risasigri KR gegn 5. deildarliði KÁ úr Hafnarfirði. Hinn 15 ára Skarphéðinn Gauti Ingimarsson var meðal táninga sem fengu mínútur í liði KR í dag.Hilmar Þór Alexander var ekki eini táningurinn sem skoraði fyrir KR í dag því hinn 15 ára gamli Sigurður Breki skoraði eitt mark. Hinn 18 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, gerði tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleiknum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson skoraði einnig tvö mörk og þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson eitt mark hver. 🥛KR 11 - KÁ 0Mörkin úr leik KR gegn KÁ⚽️⚽️⚽️Alexander Rafn Pálmason⚽️⚽️Aron Sigurðarson⚽️⚽️ Róbert Elís Hlynsson⚽️Sigurður Breki Kárason⚽️Luke Rae⚽️Eiður Gauti Sæbjörnsson⚽️Guðmundur Andri Tryggvason pic.twitter.com/naWKIp8RUB— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Adam Ægir skoraði í fyrsta leik Við Nettóhöllina í Reykjanesbæ unnu Valsmenn 3-1 sigur gegn Grindavík, eftir að staðan hafði verið jöfn, 1-1, í hálfleik. Norðmennirnir Marius Lundemo og Markus Nakkim, sem Valur fékk í vetur, skoruðu báðir fyrir Val í dag auk Adams Ægis Pálssonar sem er mættur aftur á Hlíðarenda frá Ítalíu og strax farinn að láta til sín taka. Adam Árni Róbertsson skoraði mark Lengjudeildarliðs Grindavíkur sem nú er fallið úr leik. 🥛Grindavík 1 - 3 Valur⚽️Marius Lundemo '20⚽️Adam Árni Róbertsson '45⚽️Markus Lund Nakkim '49⚽️ Adam Ægir Pálsson '78 pic.twitter.com/GopqOivRYV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Upplýsingar um markaskorara eru af Fótbolta.net. Af myndbandi má þó sjá að eitt marka KR, sem talið var mark Alexanders Rafns Pálmasonar, var sjálfsmark. Mjólkurbikar karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02 Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Alexander, sem var aðeins 14 ára þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn í fyrra, fagnaði 15 ára afmæli í síðustu viku. Hann skoraði svo tvö mörk og átti stóran þátt í sjálfsmarki gestanna í Vesturbænum í dag, í 11-0 risasigri KR gegn 5. deildarliði KÁ úr Hafnarfirði. Hinn 15 ára Skarphéðinn Gauti Ingimarsson var meðal táninga sem fengu mínútur í liði KR í dag.Hilmar Þór Alexander var ekki eini táningurinn sem skoraði fyrir KR í dag því hinn 15 ára gamli Sigurður Breki skoraði eitt mark. Hinn 18 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, gerði tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleiknum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson skoraði einnig tvö mörk og þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson eitt mark hver. 🥛KR 11 - KÁ 0Mörkin úr leik KR gegn KÁ⚽️⚽️⚽️Alexander Rafn Pálmason⚽️⚽️Aron Sigurðarson⚽️⚽️ Róbert Elís Hlynsson⚽️Sigurður Breki Kárason⚽️Luke Rae⚽️Eiður Gauti Sæbjörnsson⚽️Guðmundur Andri Tryggvason pic.twitter.com/naWKIp8RUB— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Adam Ægir skoraði í fyrsta leik Við Nettóhöllina í Reykjanesbæ unnu Valsmenn 3-1 sigur gegn Grindavík, eftir að staðan hafði verið jöfn, 1-1, í hálfleik. Norðmennirnir Marius Lundemo og Markus Nakkim, sem Valur fékk í vetur, skoruðu báðir fyrir Val í dag auk Adams Ægis Pálssonar sem er mættur aftur á Hlíðarenda frá Ítalíu og strax farinn að láta til sín taka. Adam Árni Róbertsson skoraði mark Lengjudeildarliðs Grindavíkur sem nú er fallið úr leik. 🥛Grindavík 1 - 3 Valur⚽️Marius Lundemo '20⚽️Adam Árni Róbertsson '45⚽️Markus Lund Nakkim '49⚽️ Adam Ægir Pálsson '78 pic.twitter.com/GopqOivRYV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Upplýsingar um markaskorara eru af Fótbolta.net. Af myndbandi má þó sjá að eitt marka KR, sem talið var mark Alexanders Rafns Pálmasonar, var sjálfsmark.
Mjólkurbikar karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02 Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02
Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33