Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. apríl 2025 14:31 Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Mig óar orðið við því að kveikja á fréttatíma sjónvarps. Þar er sýnt þjóðarmorð í beinni útsendingu. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, í hálft annað ár. Allslaust fólk sem hrekst undan sífelldum árásum Ísraelshers. Yfir tvær milljónir manna á hrakningi í rústalandslagi eyðileggingar. Árásirnar eira engu, skotmörkin eru sjúkrahús og skólar, bókasöfn og bænahús (kirkjur jafnt sem moskur), vatnsveitur og rafstöðvar, verksmiðjubyggingar og íbúðarhús, akrar og ólífulundir, vegir og önnur samgöngumannvirki. Stærstur hluti Gaza hefur verið lagður í rúst. Hjálparsamtökum er meinað að koma sveltandi, særðum og þjáðum íbúum til hjálpar, og sjúkraliðar og bráðaflutningamenn hafa verið myrtir með köldu blóði. Yfir 200 blaðamenn, sem reyndu að flytja umheiminum fréttir af ógnarverkunum, hafa verið myrtir. Ég er bæði faðir og afi, og það stingur sárt í hjartað að sjá særð og limlest börn á Gaza í nánast hverjum fréttatíma. Það getur ekki dulist nokkrum manni hvaða harmleikur er í gangi á Gaza. Yfir 17 þúsund börn hafa verið drepin, og tugir þúsunda annarra særð og limlest. Það hefur verið drepið barn á Gaza á 45 mínútna fresti síðan í október 2023. Stríðsglæpir Ísraelshers eru framdir fyrir opnum tjöldum, og gerendur þeirra monta sig jafnvel af þeim á samfélagsmiðlum. Ráðamenn í Ísrael segjast ætla að hrekja íbúa Gaza í burtu og innlima svæðið í Stór-Ísrael. Samtímis eru hertar árásir og landrán á Vesturbakkanum, íbúar hraktir í burtu og ísraelskir landnemar færa út yfirráðasvæði sín. Þetta eru þjóðernishreinsanir sem miða að því að hrekja Palestínumenn endanlega af landi sínu. Samantekið eru stríðsglæpirnir og þjóðernishreinsanirnar það sem skilgreinir þjóðarmorð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem og alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarsamtök eins og Amnesty International, Rauði krossinn, Mannréttindavaktin og Læknar án landamæra fordæma stríðsglæpina og þjóðarmorðið, og hvetja þjóðir heims til að reyna að stöðva þetta með öllum tiltækum ráðum. Læknar án landamæra segja Gaza vera að breytast í eina risastóra fjöldagröf. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Mirjana Spoljaric, áréttaði nýlega að stríðsglæpir, þjóðernishreinsnir og þjóðarmorð væru brot á alþjóðalögum. Framferði Ísraels á Gaza líkist þjóðarmorði, sagði utanríkisráðherra Íslands. Já, óneitanlega líkist þjóðarmorð þjóðarmorði – en hvað er hægt að gera til að stöðva þennan hrylling? Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld sýni hugrekki, stigi fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi og segi hingað og ekki lengra! Við getum ekki lengur verið meðvirk í stríðsglæpum og þjóðarmorði með þögn og aðgerðarleysi. Við getum ekki lengur horft upp á alþjóðalög þverbrotin af Ísrael, og staðið aðgerðalaus hjá þegar varnarlaust fólk er svelt til bana og myrt í gegndarlausum sprengiárásum. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar alþjóðlegum hjálpar- og mannúðarsamtökum er meinaður aðgangur að Gaza og starfsmenn þeirra myrtir. Þetta snýst ekki um það hvaða skoðun menn hafa á Ísrael eða Hamas, hvort menn eru til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Þetta er mannúðarspurning! Kvennalandsliðið í handbolta spurði hvers vegna Ísrael fengi enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum meðan á hernaði þeirra stæði, og hvatti til að landið yrði útilokað frá þátttöku. Logi Einarsson sagði í Kastljósi (15. apríl) að þjóðarmorðið hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en þetta væri hryllingur sem ekki sé hægt að horfa upp á mikið lengur. Nú líður að páskum, sem eru upprisuhátíð og óður til sigurs lífsins yfir dauðanum. Á Gaza bíður íbúanna ekkert nema skelfing og dauði. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjórn Íslands að sýna sama hugrekki og stúlkurnar í handboltalandsliðinu og sýna í verki að við vitum hvað er að gerast á Gaza – það líkist ekki þjóðarmorði, heldur er þjóðarmorð! Nú er rétti tíminn til að taka afstöðu með mannúðinni, og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessu linni! Það er löngu tímabært að beita Ísrael sama þrýstingi og Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu! Stöðva alla verslun og viðskipti við Ísrael og krefjast þess á alþjóðavettvangi að landið verði útilokað frá þátttöku í alþjóðastofnunum og alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum. Það er löngu tímabært að taka afstöðu með börnunum á Gaza.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar