Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2025 13:45 Valsmenn eru með tvö stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla. vísir/guðmundur þórlaugarson Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn. KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í ótrúlegum leik á AVIS-vellinum í Laugardalnum. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði jöfnunarmark KR-inga úr vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Albert segir að úrslitin séu mikil vonbrigði fyrir Valsmenn. „Ef maður horfir á þetta og ber saman liðin þá finnst mér eiginlega bara vandræðalegt að Valur vinni ekki þennan leik. Horfum á liðin sem voru hérna í kvöld; hversu margir kæmust í liðið hjá Val? Hversu marga myndu Valsmenn reyna að sækja í sitt lið? Kannski Jóa Bjarna? Tvö stig eftir tvo leiki. Þeir óðu í færum; 35 snertingar inni í teig en KR-ingar fengu líka fullt af færum. Þetta var svolítið kaflaskipt,“ sagði Albert. Hann segir að Valur og KR séu á ólíkum stað, hvað varðar leikmenn sem liðið hafa fengið. „Það sem er búið að leggja í þetta Valslið, miðað við hvert KR-ingar hafa sótt sína leikmenn. Það er verkefni sem er í þróun og það vita það allir. Það eru allir að róa í sömu átt með það. En hjá Val er einn og einn að tala um að vera í titilbaráttu; þeir séu með nógu gott lið til þess. Það er eins og það séu ekki allir á sömu blaðsíðu þar. Þegar maður horfir á þessa hópa finnst mér bara vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið þennan leik.“ Klippa: Stúkan - umræða um Val Næsti leikur Vals er gegn Grindavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Næsti deildarleikur liðsins er gegn KA á miðvikudaginn eftir viku. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur KR Stúkan Tengdar fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. 15. apríl 2025 12:30 Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. 15. apríl 2025 08:32 „Við erum búnir að brenna skipin“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. 14. apríl 2025 23:31 „Þetta er fyrir utan teig“ Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli. 14. apríl 2025 22:29 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
KR og Valur gerðu 3-3 jafntefli í ótrúlegum leik á AVIS-vellinum í Laugardalnum. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði jöfnunarmark KR-inga úr vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Albert segir að úrslitin séu mikil vonbrigði fyrir Valsmenn. „Ef maður horfir á þetta og ber saman liðin þá finnst mér eiginlega bara vandræðalegt að Valur vinni ekki þennan leik. Horfum á liðin sem voru hérna í kvöld; hversu margir kæmust í liðið hjá Val? Hversu marga myndu Valsmenn reyna að sækja í sitt lið? Kannski Jóa Bjarna? Tvö stig eftir tvo leiki. Þeir óðu í færum; 35 snertingar inni í teig en KR-ingar fengu líka fullt af færum. Þetta var svolítið kaflaskipt,“ sagði Albert. Hann segir að Valur og KR séu á ólíkum stað, hvað varðar leikmenn sem liðið hafa fengið. „Það sem er búið að leggja í þetta Valslið, miðað við hvert KR-ingar hafa sótt sína leikmenn. Það er verkefni sem er í þróun og það vita það allir. Það eru allir að róa í sömu átt með það. En hjá Val er einn og einn að tala um að vera í titilbaráttu; þeir séu með nógu gott lið til þess. Það er eins og það séu ekki allir á sömu blaðsíðu þar. Þegar maður horfir á þessa hópa finnst mér bara vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið þennan leik.“ Klippa: Stúkan - umræða um Val Næsti leikur Vals er gegn Grindavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn. Næsti deildarleikur liðsins er gegn KA á miðvikudaginn eftir viku. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur KR Stúkan Tengdar fréttir „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. 15. apríl 2025 12:30 Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. 15. apríl 2025 08:32 „Við erum búnir að brenna skipin“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. 14. apríl 2025 23:31 „Þetta er fyrir utan teig“ Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli. 14. apríl 2025 22:29 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
„KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Það var ekki að heyra á sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport að Daninn Marcel Rømer væri lausnin við vandamálum KA og maðurinn sem gæti leitt liðið upp í efri hluta Bestu deildarinnar. 15. apríl 2025 12:30
Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm. 15. apríl 2025 08:32
„Við erum búnir að brenna skipin“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. 14. apríl 2025 23:31
„Þetta er fyrir utan teig“ Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli. 14. apríl 2025 22:29
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti