Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 06:57 Flóttamenn sem var bjargað við Lanzarote við Spán í janúar á þessu ári. Lanzarote er við Kanaríeyjar en smyglarar hafa í auknum mæli sótt þangað með flóttafólk. Vísir/EPA Flóttafólki hefur fækkað verulega við landamæri Evópu á árinu. Á fyrsta ársfjórðungi fækkaði óreglulegri för yfir landamæri Evrópu um alls 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Alls komu 33.600 færri flóttamenn til Evrópu en á sama tíma í fyrra. Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin. Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin.
Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira