Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. apríl 2025 19:34 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu fagnar úrbótum í þjónustu fyrir fólk sem þarf að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. En það þurfi að vinna hratt. Tifandi tímasprengjur séu á götum borgarinnar. Vísir Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir hópinn og byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í vikunni úrbætur í þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Fram kom í tilkynningu Stjórnarráðsins að málefni slíkra einstaklinga hefðu fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. „Þar verður tekið heildstætt á öllum öryggisvistunarmálum. Eins og er geta einstaklingar verið í öryggisvistun á vegum sveitarfélaganna. Oft í dýrum úrræðum. Það er afar mikilvægt að taka heildstætt um þennan málaflokk, það snýst um öryggi borgaranna, mannréttindi þessara einstaklinga og það snýst um hagræðingu,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra. Hún segir að búist sé við að hægt sé að bjóða upp á fleiri pláss á réttaröryggisdeild um áramótin. Ekki sé komin dagsetning á hvar, hvernig eða hvenær sérstök öryggisstofnun verður tilbúin. Gríðarlegur kostnaður Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum í dag frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvað málaflokkurinn kosti þau í heild og fékk þau svör að málið sé gríðarlega umfangsmikið en heildarkostnaður liggi ekki fyrir. Þetta sé flókin skipting og missjöfn . Það hafi aldrei náðst heildarniðurstaða í samtal ríkis og sveitarfélaga í málinu. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að það kostar ríflega tvö hundruð milljónir á ári að vista einn einstakling í öryggisvistun í Reykjavík. Þá er útlagður kostnaður Mosfellsbæjar vegna öryggisvistunar tveggja einstaklinga tæpar hundrað og níutíu milljónir, sjötíu milljónir fást endurgreiddar frá hinu opinbera, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Stjórnvöld þurfi að hafa hraðar hendur Hvort gríðarmikill kostnaður vegna málaflokksins hafi svo valdið því að einstök mál hafa fallið milli þjónustukerfa á liðnum árum eins og kom fram í tilkynningu Stjórnarráðsins skal ósagt látið. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir hins vegar að koma hefði mátt í veg fyrir harmleik eins og í Neskaupstað og morðmál í Breiðholti á síðasta ári hefðu þau úrræði sem nú hafa verið kynnt verið til staðar. „Við höfum verið að ýta á svona úrræði í langan tíma. Við höfum varað við málum þar sem hræðilegir atburðir gerðust svo af því rétt þjónusta var ekki í boði. Það hefði því mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik á undanförnum misserum ef eitthvað í líkingu sem nú hefur verið kynnt hefði hefði verið komið. Það er því ekki annað hægt en að fagna áformum ríkisstjórnarinnar,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld þurfi hins vegar að hafa hraðar hendur. „Það eru á annan tug einstaklinga sem eru á götum borgarinnar sem þyrftu að komast í svona úrræði strax. Þeir eru tifandi tímasprengjur. Þetta eru menn sem við höfum varað við að fái þeir ekki viðeigandi aðstoð muni þeir lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við,“ segir Guðmundur. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. 25. október 2024 12:57 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í vikunni úrbætur í þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Fram kom í tilkynningu Stjórnarráðsins að málefni slíkra einstaklinga hefðu fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. „Þar verður tekið heildstætt á öllum öryggisvistunarmálum. Eins og er geta einstaklingar verið í öryggisvistun á vegum sveitarfélaganna. Oft í dýrum úrræðum. Það er afar mikilvægt að taka heildstætt um þennan málaflokk, það snýst um öryggi borgaranna, mannréttindi þessara einstaklinga og það snýst um hagræðingu,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra. Hún segir að búist sé við að hægt sé að bjóða upp á fleiri pláss á réttaröryggisdeild um áramótin. Ekki sé komin dagsetning á hvar, hvernig eða hvenær sérstök öryggisstofnun verður tilbúin. Gríðarlegur kostnaður Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum í dag frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvað málaflokkurinn kosti þau í heild og fékk þau svör að málið sé gríðarlega umfangsmikið en heildarkostnaður liggi ekki fyrir. Þetta sé flókin skipting og missjöfn . Það hafi aldrei náðst heildarniðurstaða í samtal ríkis og sveitarfélaga í málinu. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að það kostar ríflega tvö hundruð milljónir á ári að vista einn einstakling í öryggisvistun í Reykjavík. Þá er útlagður kostnaður Mosfellsbæjar vegna öryggisvistunar tveggja einstaklinga tæpar hundrað og níutíu milljónir, sjötíu milljónir fást endurgreiddar frá hinu opinbera, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Stjórnvöld þurfi að hafa hraðar hendur Hvort gríðarmikill kostnaður vegna málaflokksins hafi svo valdið því að einstök mál hafa fallið milli þjónustukerfa á liðnum árum eins og kom fram í tilkynningu Stjórnarráðsins skal ósagt látið. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir hins vegar að koma hefði mátt í veg fyrir harmleik eins og í Neskaupstað og morðmál í Breiðholti á síðasta ári hefðu þau úrræði sem nú hafa verið kynnt verið til staðar. „Við höfum verið að ýta á svona úrræði í langan tíma. Við höfum varað við málum þar sem hræðilegir atburðir gerðust svo af því rétt þjónusta var ekki í boði. Það hefði því mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik á undanförnum misserum ef eitthvað í líkingu sem nú hefur verið kynnt hefði hefði verið komið. Það er því ekki annað hægt en að fagna áformum ríkisstjórnarinnar,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld þurfi hins vegar að hafa hraðar hendur. „Það eru á annan tug einstaklinga sem eru á götum borgarinnar sem þyrftu að komast í svona úrræði strax. Þeir eru tifandi tímasprengjur. Þetta eru menn sem við höfum varað við að fái þeir ekki viðeigandi aðstoð muni þeir lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við,“ segir Guðmundur.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. 25. október 2024 12:57 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10
Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. 25. október 2024 12:57